Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Alþjóðlegt veiðibann á grágæs hefur tekið gildi, en veiðar verða þó áfram leyfðar á Íslandi.
Alþjóðlegt veiðibann á grágæs hefur tekið gildi, en veiðar verða þó áfram leyfðar á Íslandi.
Fréttir 26. janúar 2023

Ekkert veiðibann á döfinni

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Veiðibann á grágæs hefur ekki tekið gildi á Íslandi og ekki stendur til að banna slíkar veiðar, þrátt fyrir alþjóðlegt veiðibann sem gekk í gildi þann 1. janúar í gegnum alþjóðasamning sem Ísland er aðili að.

Samkvæmt upplýsingum úr umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu þá gerðu Íslendingar og Bretar fyrirvara við þá breytingu á flokkun tegundarinnar í verndarflokk, sem leiddi til veiðibannsins. Aukinheldur er tegundin stjörnumerkt í samningnum, sem þýðir að þrátt fyrir veiðibann þá eru veiðar heimilaðar svo framarlega sem þær eru sjálfbærar og í samræmi við alþjóðlega stjórnunar- og verndaráætlun.

Vinna við áætlunargerð að hefjast

Í ráðuneytinu er að hefjast vinna við gerð slíkrar áætlunar í samstarfi við Breta. Til að tryggja að veiðar séu áfram heimilaðar meðan á gerð áætlunarinnar stendur var gerður fyrirvari við breytinguna og með því veittur meiri sveigjanleiki.

Umræddur alþjóðasamningur, Agreement on the Conservation of African-Eurasian Migratory Waterbirds (AEWA), er ætlað að vernda afrísk-evrasíska vatnafugla sem eru farfuglar.

Á fundi AEWA síðastliðið haust lögðu fulltrúar Bretlands til að grágæsin yrði stjörnumerkt og fulltrúar Íslands studdu það ásamt Evrópusambandinu.

Skylt efni: grágæs

Kyngreining sæðis hafin
Fréttir 27. desember 2024

Kyngreining sæðis hafin

Við Nautastöð Bændasamtaka Íslands á Hesti í Borgarfirði hefur verið komið upp f...

Áskrift að Bændablaðinu 2025
Fréttir 27. desember 2024

Áskrift að Bændablaðinu 2025

Gefin eru út 23 tölublöð af Bændablaðinu ár hvert. Upplagi þess er dreift um all...

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...