Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Anna María Flygenring, formaður Geitfjárræktarfélags Íslands.
Anna María Flygenring, formaður Geitfjárræktarfélags Íslands.
Mynd / Aðsend
Fréttir 8. desember 2020

Ekki stætt á öðru en að farga geitunum

Höfundur: smh

Í kjölfar nýlegra riðutilfella á sauðfjárbúum í Skagafirði vakti Anna María Flygenring, formaður Geitfjárræktarfélags Íslands, athygli á því að einnig hefði þurft að skera niður stóra hjörð geita á Grænumýri, þrátt fyrir að riða hafi aldrei verið staðfest í íslenskum geitum. Sagði hún að skoða þurfi hvort nauðsynlegt sé að skera niður geitahópa í slíkum tilfellum, þar sem íslenski geitastofninn sé mjög viðkvæmur og í útrýmingarhættu. 

Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun, segir að geitur geti í öllu falli borið smitefni og því hafi ekki verið annar kostur í stöðunni.

Anna María sagði í umfjöllun í síðasta Bændablaði að hingað til hefðu gilt sömu reglur um niðurskurð varðandi geitfé og sauðfé, þrátt fyrir að ekki hafi verið sannað að riðan smitaðist á milli. Það þyrfti að skoða alvarlega reglur um niðurskurð. Íslenskar geitur væru öðruvísi en sauðfé, meðal annars hvað varðar genasamsetningu. 

Rannsóknir skortir

„Þekkt er að geitur geta fengið riðu þó svo ekki hafi greinst riða í geitum hér á landi enn þá. Ekki er hægt að taka undir fullyrðingar þess efnis að íslenskar geitur séu svo sérstakar að þær fái ekki riðu, því rannsóknir skortir. Í öllu falli geta geitur borið riðusmitefni og geitur þær sem skornar voru á Grænumýri nýlega voru í miklum samgangi við sauðféð á bænum og því ekki stætt á öðru en að farga þeim, því miður,“ segir Sigurborg.

 Hún bætir við að ráðherra hafi boðað að núverandi fyrirkomulag forvarna og aðgerða gegn riðu verði tekið til endurskoðunar á komandi misserum og þá muni þetta mál örugglega koma inn í þá vinnu.“  

Skylt efni: geitur | riða | Riðuveiki

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...