Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Ekki var tilefni til verðhækkunar á greiðslumarki
Mynd / smh
Fréttir 28. september 2015

Ekki var tilefni til verðhækkunar á greiðslumarki

Höfundur: smh
Samstarfsnefnd Samtaka afurðastöðva (SAM) í mjólkuriðnaði og Bændasamtök Íslands (BÍ) hafa lagt til, við framkvæmdanefnd búvörusamninga, að greiðslumark mjólkur fyrir verðlagsárið 2016 verði 137 milljónir lítra. Á þessu ári er greiðslumarkið 140 milljónir lítra.
 
Þetta var ákveðið í kjölfar fundar samstarfsnefndar SAM og BÍ 18. september síðastliðinn þar sem fjallað var um framleiðslu, sölu og birgðir mjólkurafurða síðustu tólf mánuði og farið yfir áætlanir fyrir komandi verðlagsár 2016.
 
Í sölusamantekt SAM fyrir tímabilið frá september 2014 til ágúst 2015 kemur fram að sala mjólkurafurða umreiknuð á próteingrunn, var um 121,7 milljónir lítra, en umreiknað á fitugrunn var hún um 131,9 milljónir lítra. Söluáætlun til loka ársins 2015 gerir ráð fyrir að sala á fitugrunni verði um 133 milljónir lítra.
 
Söluáætlun SAM fyrir árið 2016 byggir á söluþróun mjólkurafurða síðustu tuttugu og fjóra mánuði og samkvæmt henni er búist við að sala mjólkurvara árið 2016, umreiknuð á fitugrunn, verði um 137 milljónir lítra. 
 
Í tillögu samstarfsnefndar SAM og BÍ fyrir greiðslumark verðlagsársins 2015 var gert ráð fyrir fjórum milljónum lítra til birgðaaukningar, en samkvæmt söluáætlun til loka árs verður birgðaaukning nokkuð meiri. Ekki er aukningin það mikil að samstarfsnefndin telji ástæðu til að gera tillögu um skerðingu greiðslumarks til lækkunar birgða vegna verðlagsársins 2016.
 
Forsendulaus verðhækkun á greiðslumarki
 
„Þetta auðveldar þeim sem hafa átt erfitt með að ná upp í sitt greiðslumark hin síðustu ár, í þeim mikla vexti sem hefur verið. Þetta þýðir að greiðslurnar dreifast á heldur færri lítra. Að öðru leyti held ég nú að þetta komi lítið við kúabændur,“ segir Sigurður Loftsson, formaður Landssambands kúabænda, um áhrifin af þessari lækkun. „Það hefur verið gefið út að það verði áfram greitt fullt verð fyrir alla mjólk, út næsta ár, þannig að áhrifin ættu ekki að verða mikil. Það sem er mikilvægast í þessu öllu saman er að það er áfram vöxtur í sölunni – þótt hann sé ekki eins mikill og hann var – og birgðastaðan er orðin góð.“ 
 
Sigurður Loftsson.
Eftir tilboðsmarkað með greiðslumark mjólkur þann 1. september síðastliðinn kom í ljós að verð á greiðslumarki hafði hækkað um 50 krónur á lítrann. Sigurður segir að kannski spili inn í að það var farið að tala um að það væri að hægjast á sölunni. „Að öðru leyti verð ég að segja að mér finnst þetta forsendulaus hækkun. Mér finnst gengið dálítið langt í það að bjóða í greiðslumarkið, það er að mínu mati ekki tilefni til þessarar hækkunar. Það er til dæmis ekki nema eitt ár eftir af mjólkursamningnum – það hefur verið rætt um breytingar og það er langt síðan farið var að tala um þær. Svo bætist það líka við að ekki hefur mátt fyrna greiðslumark frá 2010, til hagræðingar skattalega.“ 
Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...