Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Eldflaug frá Skyrora, heldur stærri en þeirri sem skotið verður frá Sauðanesi.
Eldflaug frá Skyrora, heldur stærri en þeirri sem skotið verður frá Sauðanesi.
Mynd / Mynd / Skyrora
Fréttir 17. júlí 2020

Eldflaug skotið frá Sauðanesi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Skoska fyrirtækið Skyrora og Geimvísinda- og tækniskrifstofa Íslands munu á næstu dögum standa fyrir skoti á eldflaug frá Sauðanesi á Langanesi.

Atli Þór Fanndal hjá Geimvísinda- og tækniskrifstofu Íslands, eða Space Iceland, segir að hún sé þjónustuskrifstofa við geimvísinda- og tæknigeirann sem tengist Íslandi.

„Skyrora er að þróa eldflaugar sem eiga að bera gervitungl út í geiminn. Að þessu sinni er einungis um tilraunaskot að ræða og mun eldflaugin, sem er 3,2 metrar, skiptast í tvo hluta á fluginu. Skotið núna er það fyrsta af fleirum sem gert er ráð fyrir hér á landi á næstunni. Gert er ráð fyrir að flaugarnar muni stækka með fleiri skotum.

Atli Þór Fanndal. Mynd / GTÍ.

Geimvísinda- og tækniskrifstofa auglýsti á dögunum eftir báti til að sækja eldflaugahlutana sem munu fara 3 og 17 kílómetra frá landi. Þeir eru báðir með GPS-staðsetningartæki, þeir fljóta og eru á bilinu 7 til 10 kíló að þyngd. Að sögn aðstandenda skotsins hafa viðbrögðin við auglýsingunni verið góð.

Geimurinn jarðbundinn

„Þrátt fyrir að Ísland sé ekki með geimvísindaáætlun er geirinn stærri hér á landi en marga grunar en kúnnarnir sem við vinnum með eru oft erlendar stofnanir eða fyrirtæki.

Geimurinn er yfirleitt mun jarðbundnari en fólk heldur og mikið af því sem við gerum í okkar daglega lífi nýtir tækni úr geimnum, hvort sem það eru símar eða eitthvað annað.

Gróft má segja að í þessum geira sé um tvenns konar flokkun að ræða. Annars vegar uppstreymi og hins vegar niðurstreymi. Með uppstreymi er átt við allt sem varðar könnun geimsins og tækni sem snýr að geimrannsóknum en með niðurstreymi er átt við það til dæmis þegar gögn eru flutt með gervihnöttum milli staða á jörðinni og Ísland er blanda af þessu tvennu,“ segir Atli Þór.

Ísland hluti af geimrannsóknum

Ísland hefur sögulega verið hluti af geimrannsóknum þrátt fyrir að við höfum ekki gert það á eigin forsendum og að sögn Atla Þórs vinnur Geimvísinda- og tækniskrifstofa Íslands meðan annars að nýsköpun innan geimrannsóknageirans.

„Hér á landi æfðu fyrstu tunglfararnir á sínum tíma og hér hafa verið prófuð farartæki til notkunar á Mars og dæmi um aðila sem eru að skoða híbýlahönnun fyrir ferðir til Mars auk þess sem skoðaðir hafa verið möguleikar á eldflaugaskotum héðan.“

RML í geimnum?

Atli Þór segir að eitt af verkefnum Geimvísinda- og tækniskrifstofunnar sé að kanna möguleikann á að senda íslenskt gervitungl á braut um jörðina og að hann hafi átt samtal við Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins um möguleika landbúnaðarins á að notafæra sér það. „Satt best að segja var mjög ánægjulegt að heyra hvað aðilar þar voru með á nótunum og viljugir til að skoða hvaða möguleika slíkt hefði upp á að bjóða.“ 

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...