Elsa Albertsdóttir ráðin ræktunarleiðtogi íslenska hestsins
Elsa Albertsdóttir hefur verið ráðin til að taka við starfi Þorvaldar Kristjánssonars sem ræktunarleiðtogi íslenska hestsins.
Elsa hefur verið í starfi hjá RML frá síðustu áramótum þegar tölvudeild Bændasamtakanna kom yfir til RML og hefur séð um keyrslur á kynbótaútreikningum og þróun þess ásamt því að vera kynbótadómari en hún hefur verið alþjóðlegur dómari í 13 ár. Elsa er doktor í erfða og kynbótafræði og hefur víðtæka reynslu af hestamennsku svo sem við þjálfun, kennslu, sem kynbóta, gæðinga og íþróttadómari ásamt því að vinna beint við utanumhald á ræktunarstarfinu.
Menntun Elsu og áralöng reynsla af störfum tengdri ræktun íslenska hestsins mun því nýtast vel í þessu starfi sem byggir á því að halda utan um ræktunarstarfið og ekki síst ráðgjöf og fræðslu til hestamanna og ræktenda.