Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Endurbygging hefst í mars á hluta Snæfellsvegar
Fréttir 26. janúar 2022

Endurbygging hefst í mars á hluta Snæfellsvegar

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Skrifað hefur verið undir samning um framkvæmd við Snæfellsveg, nr. 54, á milli Ketilsstaða og Gunnarsstaða. Verkið felst í endurbyggingu Snæfellsvegar á ríflega 5 kílómetra löngum kafla og er innifalið í því bygging tveggja brúa, yfir Skraumu annars vegar og Dukná hins vegar. Fyrirtækið Borgarverk vinnur verkið. Vegurinn er að mestu endurbyggður í vegstæði núverandi vegar með nokkrum lagfæringum.

Brúin á Skraumu verður 43 metra löng í þremur höfum, byggð upp af samverkandi stálbitum og steyptu brúardekki. Brúin á Dunká verður 52 metra löng staðsteypt, uppspennt plötubrú í tveimur höfum. Gert er ráð fyrir að í flóðum eða klakahlaupum geti vatn og ís náð upp á súlur brúnna án þess að valda skaða.

Pálmi Þór Sævarsson, svæðisstjóri Vestursvæðis Vegagerðarinnar, og Óskar Sigvaldason, framkvæmda­stjóri Borgarverks ehf., við undirritun samningsins.

Verktaki hefur undirbúning framkvæmda fljótlega, framkvæmdir hefjast í mars 2022 en gert er ráð fyrir að verkinu verði að fullu lokið sumarið 2023.

Fagna áframhaldandi uppbyggingu

Stykkishólmsbær hefur í ályktun fagnað því að Vegagerðin hafi skrifað undir samning við Borgarverk um áframhaldandi uppbyggingu Skógarstrandarvegar. Bærinn hafi, ásamt fleiri sveitarfélögum á Vesturlandi, ítrekað ályktað um mikilvægi þess að umræddur stofnvegur sé í forgangi við ráðstöfun fjármuna á samgönguáætlun enda sé um að ræða stofnveg samkvæmt skilgreiningu í samgönguáætlun og þannig veg sem er hluti af grunnkerfi samgangna á Íslandi. 

Skylt efni: Vegagerð | Snæfellsvegur

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...