Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Endurbygging hefst í mars á hluta Snæfellsvegar
Fréttir 26. janúar 2022

Endurbygging hefst í mars á hluta Snæfellsvegar

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Skrifað hefur verið undir samning um framkvæmd við Snæfellsveg, nr. 54, á milli Ketilsstaða og Gunnarsstaða. Verkið felst í endurbyggingu Snæfellsvegar á ríflega 5 kílómetra löngum kafla og er innifalið í því bygging tveggja brúa, yfir Skraumu annars vegar og Dukná hins vegar. Fyrirtækið Borgarverk vinnur verkið. Vegurinn er að mestu endurbyggður í vegstæði núverandi vegar með nokkrum lagfæringum.

Brúin á Skraumu verður 43 metra löng í þremur höfum, byggð upp af samverkandi stálbitum og steyptu brúardekki. Brúin á Dunká verður 52 metra löng staðsteypt, uppspennt plötubrú í tveimur höfum. Gert er ráð fyrir að í flóðum eða klakahlaupum geti vatn og ís náð upp á súlur brúnna án þess að valda skaða.

Pálmi Þór Sævarsson, svæðisstjóri Vestursvæðis Vegagerðarinnar, og Óskar Sigvaldason, framkvæmda­stjóri Borgarverks ehf., við undirritun samningsins.

Verktaki hefur undirbúning framkvæmda fljótlega, framkvæmdir hefjast í mars 2022 en gert er ráð fyrir að verkinu verði að fullu lokið sumarið 2023.

Fagna áframhaldandi uppbyggingu

Stykkishólmsbær hefur í ályktun fagnað því að Vegagerðin hafi skrifað undir samning við Borgarverk um áframhaldandi uppbyggingu Skógarstrandarvegar. Bærinn hafi, ásamt fleiri sveitarfélögum á Vesturlandi, ítrekað ályktað um mikilvægi þess að umræddur stofnvegur sé í forgangi við ráðstöfun fjármuna á samgönguáætlun enda sé um að ræða stofnveg samkvæmt skilgreiningu í samgönguáætlun og þannig veg sem er hluti af grunnkerfi samgangna á Íslandi. 

Skylt efni: Vegagerð | Snæfellsvegur

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...