Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Framkvæmdum við endurbyggingu gróðurskála Garðyrkjuskólans miðar vel. Myndir / Guðríður Helgadóttir.
Framkvæmdum við endurbyggingu gróðurskála Garðyrkjuskólans miðar vel. Myndir / Guðríður Helgadóttir.
Fréttir 13. maí 2020

Endurbygging og langþráð viðhald

Höfundur: Vilmundur Hansen

Framkvæmdir við endurbætur á garðskála Garðyrkjuskóla LbhÍ á Reykjum í Ölfusi hófust 14. apríl síðastliðinn en skálinn skemmdist mikið í óveðri sem gekk yfir landið helgina fyrir páska. Samhliða endurbyggingunni er unnið að langþráðu viðhaldi skólans.

Kostnaður við endurgerð skálans er talinn vera 100 til 120 milljónir króna.

Guðríður Helgadóttir, starfsmenntanámsstjóri Garðyrkjuskólans, segir að tjónið í veðrinu hafi verið mikið og ákveðið hafi verið að flýta enduruppbyggingu garðskálans sem fara áttu fara fram í sumar.
„Starfsmenn skólans sáu um að fjarlægja allan gróður í skálanum og var hann ýmist tekinn upp til geymslu eða plönturnar sagaðar niður, enda margar hverjar orðnar fullstórar fyrir garðskálann.“

Skemmdir á skálanum í óveðrinu voru miklar.

Fjármagn tryggt

„Framkvæmdasýsla ríkisins hefur yfirumsjón með verkinu ásamt með verkfræðistofunni Verkís. Að baki endurgerð skálans liggur nokkurra ára undirbúningur sem byggir á þarfagreiningu fyrir starfsemina á Reykjum. Fjármagn til endurbyggingarinnar hefur verið tryggt á fjárlögum síðustu fjögurra ára og er stefnt að því að heildarkostnaður við endurgerð skálans sjálfs hlaupi á um 100 til 120 milljónir króna.“

Langþráð viðhald

Að sögn Guðríðar hefur, samhliða undirbúningsvinnu við endurgerð garðskálans, heilmikið og langþráð viðhald átt sér stað á húsakosti skólans, útveggir klæddir og einangraðir, búið að endurnýja þök á kennslustofum og matsal og setja nýtt gler í alla glugga. Stefnt er að því að verkinu ljúki áður en kennsla hefst í haust.

Plöntum úr skálanum var komið í geymslu á meðan endurbygging hans fer fram. 

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans
Fréttir 27. desember 2024

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans

Stefán Hrafn Magnússon, hreindýrabóndi í Grænlandi, hefur gróðursett tré á landi...

Kyngreining sæðis hafin
Fréttir 27. desember 2024

Kyngreining sæðis hafin

Við Nautastöð Bændasamtaka Íslands á Hesti í Borgarfirði hefur verið komið upp f...

Áskrift að Bændablaðinu 2025
Fréttir 27. desember 2024

Áskrift að Bændablaðinu 2025

Gefin eru út 23 tölublöð af Bændablaðinu ár hvert. Upplagi þess er dreift um all...

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...