Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Jákvæðar niðurstöður komu úr samanburðarrannsókn á rúlluplastinu.
Jákvæðar niðurstöður komu úr samanburðarrannsókn á rúlluplastinu.
Mynd / Aðsend
Fréttir 10. maí 2023

Endurunnið rúlluplast kemur vel úr prófunum

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Samkvæmt nýlegum niðurstöðum úr prófunum á Hvanneyri er virkni á endurunnu rúlluplasti á pari við annað rúlluplast.

Það segir Tryggvi Marinósson, framkvæmdastjóri hjá Silfrabergi umbúðalausnum. Í fyrrasumar flutti hann inn lítið magn af endurunnu rúlluplasti, frá pólska framleiðandanum Folgos, til reynslu við íslenskar aðstæður.

Landbúnaðarháskóli Íslands gerði samanburðarrannsókn á rúlluplastinu þar sem verkun heysins var könnuð. Úr þeim niðurstöðum má lesa að fóðrið sem pakkað er í endurunna plastið sé af sömu gæðum og heyið sem rúllað er í það rúlluplast sem LbhÍ notar að jafnaði. Öll notkun og umgengni var einnig áþekk því sem bændur hafa vanist.

Samkvæmt Tryggva er kolefnis­spor endurunna plastsins allt að 80 prósent minna en hjá hefðbundnu rúlluplasti, en verðið nánast það sama. Hann bætir við að framleiðandinn vilji gjarnan nota íslenskt plast sem hráefni í sína framleiðslu, en efnin er hægt að endurvinna aftur og aftur. Tryggvi ætlar að funda með innlendum söfnunaraðilum til að koma því í farveg.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...