Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Í vetur voru óvenju margar greiningar í máfum í Frakklandi, Belgíu, Hollandi og á Ítalíu.
Í vetur voru óvenju margar greiningar í máfum í Frakklandi, Belgíu, Hollandi og á Ítalíu.
Mynd / Nelson Eulalio
Fréttir 24. maí 2023

Enn er hætta á fuglaflensu

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Matvælastofnun vekur athygli á því að enn sé hætta á að skæðar fuglaflensuveirur berist með farfuglum til landsins nú í byrjun sumars.

Metur stofnunin stöðuna sem svo að fuglaflensa hafi líklega ekki viðhaldist í íslenskum staðfuglum í vetur og því hefur hún lækkað viðbúnaðarstig sitt niður á stig tvö, úr stigi þrjú.

Alifuglar hafðir innanhúss eða undir þaki

Vegna hættunnar á smiti frá farfuglum gilda þó áfram hertar sóttvarnarráðstafanir sem gefnar voru út í Stjórnartíðindum 25. mars á síðasta ári og fela í sér meðal annars að alifuglar og aðrir fuglar í haldi skulu hafðir innanhúss eða í lokuðum gerðum undir þaki.

Á vef MAST kemur fram að frá því í október 2022 hafi orðið áberandi fækkun tilkynninga frá almenningi um fund á veikum og dauðum, villtum fuglum. Fuglaflensa hafi ekki greinst í þeim fáu sýnum sem hægt var að taka og því er talið að smit í villtum fuglum með skæðum fuglaflensuveirum hafi fjarað út í vetur þrátt fyrir að veirurnar hafi fundist síðastliðið haust í staðfuglum eins og hröfnum, örnum og svartbökum.

Margir íslenskir farfuglar koma frá svæðum í Belgíu, Hollandi og á Bretlandseyjum – þar sem skæð fuglaflensa hefur geisað í vetur – og eru því enn töluverðar líkur á að farfuglar sem eiga eftir að koma geti borið með sér smit.

Almenningur er beðinn um að tilkynna um dauða og veika, villta fugla, nema augljóst þyki að þeir hafi drepist af öðrum orsökum en veikindum. Tilkynningarnar séu mjög mikilvægar þótt ekki séu alltaf tekin sýni, því þær gefa vísbendingar um hversu mikið er um sýkingar og hversu útbreiddar þær eru.

Skylt efni: fuglaflensa

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...