Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Eitt af markmiðum EFTA-ríkjanna þegar samið er um fríverslunarsamninga er að tryggja réttlátan grundvöll fyrir okkar viðskiptaaðila til samanburðar við aðal samkeppnisaðila.
Eitt af markmiðum EFTA-ríkjanna þegar samið er um fríverslunarsamninga er að tryggja réttlátan grundvöll fyrir okkar viðskiptaaðila til samanburðar við aðal samkeppnisaðila.
Fréttir 29. júlí 2019

Enn óvissa um áhrif Mercosursamnings á landbúnað

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir
Norsku bændasamtökin áttu krísufund með ríkisstjórn þar í landi á dögunum vegna verslun­ar­samnings milli Evrópu-sam­bandsins og Mercosur. 
 
Eitt af aðalatriðum viðræðnanna var hvaða áhrif þetta muni hafa á frekari samninga milli EFTA og Mercosur og ekki síst hvernig norskur landbúnaður muni koma út í hugsanlegum samningum við suður-amerísku verslunarblokkina. Þorfinnur Ómarsson, upp-lýsingafulltrúi á skrifstofu aðal-framkvæmdastjórnar EFTA, segir að þegar kemur að landbúnaði þá sé þeim hluta viðræðnanna, sem fjallar um verslun með vörur, enn ólokið.
 
Norsk stjórnvöld gáfu engin loforð eða ábyrgðir á fundinum fyrir því hvað muni gerast varðandi innflutning á nautakjöti og öðru frá Suður-Ameríku til Noregs en fulltrúar norsku bændasamtakanna upplifðu fundinn þó góðan og uppbyggilegan.

 
Það sé þó alveg ljóst frá hlið bændasamtakanna að landbúnaður hafi ekki nein verslunarsérleyfi til að gefa frá sér því Noregur hafi nú þegar „gefið frá sér kvóta út frá öllum hliðum“. 
 
Stórir útflytjendur og lágt verðlag
 
„Við lögðum áherslu á að ekki megi gefa út sérleyfi því þetta fjallar ekki eingöngu um nautgripakjöt heldur einnig kjúkling, ávexti og grænmeti. Verslunarblokkin sem EFTA er í samningum við er einn af stærstu útflytjendum í heiminum og er með mjög lágt verðlag. Við fengum þau skilaboð frá ráðuneytinu að það sé ekki rými til að flytja inn mikið meira kjöt til Noregs en bentu einnig á að þetta eru samningaviðræður og það þýðir gjarnan að gefa og taka ásamt nokkrum óvissuþáttum og þá veit maður aldrei hvað getur gerst. Í grunninn höfum við líkan skilning á áskorununum en að sama skapi vitum við ekki hvað getur gerst í viðræðunum. Þess vegna óskuðum við eftir þessum fundi því það er alveg skýrt að ekki má nota landbúnað sem samningaspil til að ná samningi,“ segir Björn Gimming, varaformaður norsku bændasamtakanna. 
 
Björn óttast að það verði eins konar samsíða milli þess hvað Mercosur náði í nýjum samningi við Evrópusambandið og því sem verslunarblokkin getur í prósentum talið verið gefið í komandi hug­sanlegum samningum við EFTA. Samkvæmt fyrsta samningnum er ljóst að 99.000 tonn af nautgripakjöti á smám saman í áföngum að flytja með mikið lækkuðum tollum. Brasilía mun fá meirihluta kvótans. Verðmiðinn fyrir landbúnað í Evrópusambandinu, samkvæmt norsku bændasamtökunum, er um 7 milljarðar evra. 
 
Landbúnaðarhlutanum ekki lokið
 
Samningaviðræðurnar milli EFTA og Mercosur um fríverslunarsamninga standa enn yfir og fór síðasti hluti þeirra fram í júní síðastliðnum í Genf. Var þetta níunda lota samningaaðila sem færðust nær lokaniðurstöðu viðræðnanna um alla þætti samningsins. Bæði EFTA og Mercosur hafa það markmið að ná farsælli niðurstöðu í viðræðunum hið fyrsta.
 
„Rétt eins og í nýgerðum samningi Mercosur við Evrópusambandið, þá er markmið EFTA að ná víðfeðmum fríverslunarsamningi við Mercosur sem nær til viðskipta með vörur og þjónustu, sem og fjárfestingar, opinber innkaup, hugverkaréttindi, samkeppni, viðskipti og sjálfbæra þróun, ásamt lagalegum álitamálum stofnana, þar með talið deilumálum. Í yfirstandandi samningaviðræðum eru hagsmunir og sérstaða EFTA-ríkjanna gagnvart Mercosur tekin með í reikninginn og öfugt. Eitt af markmiðum EFTA-ríkjanna þegar samið er um fríverslunarsamninga er að tryggja réttlátan grundvöll fyrir okkar viðskiptaaðila til samanburðar við aðal samkeppnisaðila. Þegar kemur að landbúnaði þá er þeim hluta viðræðnanna, sem fjallar um verslun með vörur, enn ólokið. Báðir aðilar vinna að því að bæta markaðsaðgang fyrir bæði framleiðendur og útflytjendur í EFTA og Mercosur, að því gefnu að tekið sé tillit til sérstakra útflutningshagsmuna og sérstöðu fyrir EFTA- og Mercosurríkin,“ útskýrir Þorfinnur Ómarsson, upplýsingafulltrúi á skrifstofu aðalframkvæmdastjórnar EFTA.
 
Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...