Enn skerðing í þorski
Örn Pálsson, framkvæmdastjóri LS, segir að meðalafli í róðri hjá strandveiðibátum hafi farið vaxandi á undanförnum árum og ekkert lát sé á því í ár.
„Í ráðgjöf Hafró kemur fram að stofnunin leggur til að þorskafli verði minnkaður um 13.527 tonn, sem svarar til 6,1% skerðingar og er það þriðja árið í röð sem stofnunin leggur til skerðingu, en samanlagt nemur sú skerðing 63 þúsund tonnum eða rúmum 23%.
Skerðingar undanfarinna ára eru ekki í neinu samræmi við upplifun sjómanna um hvernig veiðar ganga. Meðalafli í róðri hjá strandveiðibátum hafi farið vaxandi á undanförnum árum og ekkert lát á því í ár.