Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Það er í raun ekki útlit fyrir annað en að búum muni fækka á næstu árum, en þau sem eftir verða framleiða meira, verða stærri og öflugri,“ segir Sigurgeir Hreinsson, framkvæmdastjóri BSE.
Það er í raun ekki útlit fyrir annað en að búum muni fækka á næstu árum, en þau sem eftir verða framleiða meira, verða stærri og öflugri,“ segir Sigurgeir Hreinsson, framkvæmdastjóri BSE.
Mynd / MÞÞ
Fréttir 25. apríl 2018

Eyfirskum kúabúum hefur fækkað úr 250 í 83 en framleiðslan þrefaldast

Höfundur: MÞÞ / HKr.
Eyfirskir kúabændur eru ekkert að gefa eftir þótt búum hafi fækkað verulega og muni halda áfram að fækka á næstu árum. Þrátt fyrir fækkun reiknar Sigurgeir Hreinsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Eyjafjarðar, með því að mjólkurframleiðslan muni aukast um ríflega þriðjung frá því sem nú er á næstu tíu árum. 
 
Fyrir 40 árum, eða árið 1978, voru rekin 250 kúabú í Eyjafirði. Á þessum búum voru að meðaltali 27 árskýr á hverju búi og nam heildarframleiðslan um 110 þúsund lítrum. Tíu árum seinna, eða árið 1988, hafði búunum fækkað um 30 og voru þá 220, en árskúm hafði að meðaltali fjölgað í 32 á hvert bú. Þannig tókst að halda svipaðri heildarframleiðslu og áður. 
 
Frá 1998 til  2008 urðu miklar sviptingar í rekstri kúabúa í Eyjafirði. Fækkaði búunum þá úr 220 í 98 en árskýr á hverju búi voru þá orðnar að meðaltali 47,6. Enn hélt fækkun kúabúa áfram og á þessu ári eru einungis 83 bú eftir, en árskýr að meðaltali 56 á hverju búi. Í þessu umróti öllu vekur athygli að þótt búum hafi fækkað um 167 á 40 árum, þá hefur mjólkurframleiðan ríflega þrefaldast, eða úr 110 þúsund lítrum í 365 þúsund lítra. Framleiða eyfirskir kúabændur nú um 19% af allri mjólk sem framleidd er í landinu. 
 
Búist er við að kúabúum í Eyjafirði muni enn fækka á næstu tíu árum, eða í 66 bú. Sigurgeir spáir því að meðalmjólkurafurðir eyfirskra kúabúa muni jafnframt aukast á næsta áratug, eða úr 6.500 lítrum í 8.000 lítra á hverja kú. Það muni leiða til þess að heildarframleiðsla eyfirskra kúabænda aukist í 580 þúsund lítra og hafi þá ríflega fimmfaldast á 50 árum áður, eða frá 1978. 
 
–Sjá nánar á bls. 2 í nýju Bændablaði.
 
Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...