Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Eymundur Magnússon og Eygló Björk Ólafsdóttir, lífrænir bændur í Vallanesi.
Eymundur Magnússon og Eygló Björk Ólafsdóttir, lífrænir bændur í Vallanesi.
Mynd / smh
Fréttir 22. maí 2018

Eygló nýr formaður lífrænna bænda

Höfundur: smh

Á aðalfundi VOR, félags fram­leiðenda í lífrænum búskap, í byrjun apríl síðastliðins var Eygló Björk Ólafsdóttir, bóndi í Vallanesi, kjörin nýr formaður. Hún tekur við formennsku af Gunnþóri Guðfinnssyni. Með Eygló í stjórn eru Guðfinnur Jakobsson, Guðmundur Ólafsson ritari, Kristján Oddsson gjaldkeri og Þórður G. Halldórsson.

Inngangan í Bændasamtök Íslands mun hjálpa félaginu

Á Búnaðarþingi 2018 var samþykkt aðildarumsókn frá félaginu og segir  Eygló að það muni án efa hjálpa til við að móta félagið betur. „Félagið er opið að því leyti að það eru aðalfélagar sem eru með vottun, en aukafélagar geta þeir orðið sem vilja tilheyra lífrænu hreyfingunni og leggja málefnum hennar lið. 

Ég myndi vilja sjá VOR þróast á þá leið að það yrði vettvangur ekki síður fyrir þá sem stunda fullvinnslu með lífrænt vottað hráefni.

Þá er endurreisn fagráðs í burðarliðnum sem vonandi eykur möguleika á rannsóknum og fræðslustarfi. Það þarf til að mynda að leysa áburðarmál á stórum skala fyrir lífræna framleiðendur,“ segir Eygló.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...