Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Eyrnamörk á sauðfé verða valfrjáls
Fréttir 22. maí 2020

Eyrnamörk á sauðfé verða valfrjáls

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í frumvarpi til laga sem nú liggur fyrir Alþingi er gert ráð fyrir að bændum sé frjálst hvort þeir marki fé með gömlum eyrnamörkum eða ekki. Þeim er aftur á móti skylt að merkja fé með plötumerkjum þar sem fram kemur númer bæjar eða eiganda, sýslutákn og númer sveitarfélags, auk númers gripsins.


Frumvarpið er unnið í samræmi við tillögu sem kemur fram í skýrslu starfshóps um endurskoðun löggjafar um dýrasjúkdóma og dýralækna frá október 2017.

Eyrnaskorin mörk ekki lengur nauðsynleg

Í skýrslunni segir meðal annars í sjöunda kafla sem fjallar um Merkingar og skráningar dýra og rekjanleika afurða: „Að skylt sé að merkja öll afurðagefandi dýr, með einum eða öðrum hætti. Jafnframt er lagt til að lögum nr. 6/1986 um afréttarmálefni, fjallskil o.fl., verði breytt og að krafan um eyrnamörkun og brennimerkingar verði afnumin. Einnig er lagt er til að reglugerð nr. 916/2012 um merkingar búfjár verði breytt, til að tryggja öruggar einstaklingsmerkingar sauðfjár og geitfjár og gerð krafa um að öll lömb/kið og allt ásetningsfé verði merkt með forprentuðu plötumerki í bæði eyru, þegar féð hefur ekki verið markað.“

Í rökstuðningi með tillög­unni segir að einstaklings­merkingarkerfið fyrir sauðfé og geitfé sé komið í gott horf og því talið eðlilegt að afnema kröfuna um eyrnamörkun sauðfjár og geitfjár. Með tilliti til nýrra aðferða við auðkenningu búfjár og sjónarmiða um dýravelferð, er þessarar aldagömlu aðferðar við að tryggja eignarrétt á dýrum ekki lengur þörf.

Ólíklegt að bændur hætti að marka

Unnsteinn Snorri Snorrason, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda, segir að samtökin hafi ekki sett sig upp á móti þessari breytingu en á sama tíma er hann efins um að bændur muni hætta að nota eyrnamörk og snúa sér alfarið að merkjunum.

Unnsteinn Snorri Snorrason, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda.

„Að okkar mati er er nauðsynlegt að hafa plötumerki á báðum eyrum ef bændur ætla ekki að nota eyrnamörk áfram. Eyrnamörkin eru mikill kostur í öllu fjárragi. Þannig má sjá af nokkru færi hvaðan gripur er án þess að þurfa að handsama hann. Að sjálfsögðu eiga sér stað breytingar hvað þetta varðar eins og annað og nú er til dæmis hægt að fá örmerki fyrir fé sem gefur jafnvel möguleika á sjálfvirkni við sundurdrátt í réttum.

Eyrnamörk koma sér vel þar sem fé er rekið á afrétt og þar sem menn eru með samliggjandi beitarlönd en skipta minna máli þar sem fé er beitt á heimalönd og ekki er samgangur við annað fé.

Gallinn við að hætta mörkun og þegar eyrun eru alheil er að þá getur í raun hver sem er klippt merki burt og sett sín merki í staðinn og eignað sér féð. Bændur verða því að ákveða sjálfir hvort þeir vilji marka áfram og tryggja þannig eignarhaldið eða notast eingöngu við plötumerki. Einnig eru til bændur sem ekki vilja marka sitt fé út frá dýravelferðarsjónarmiðum.“

Illa rökstutt og óæskilegt frumvarp

Dr. Ólafur R. Dýrmundsson, markavörður í Landnámi Ingólfs, fyrrverandi landsmarkavörður og ritstjóri Landsmarkaskrár og fyrrum ráðunautur Bændasamtaka Íslands, segir í greinagerð með athugasemdum við frumvarpið að  það sé ekki vel rökstutt og óæskilegt.

Ólafur telur að frumvarpið beri vott um stjórnsýslulegan slappleika og stríði gegn viðhaldi hins tiltölulega örugga merkingarkerfi íslenskrar sauðfjárræktar þar sem saman fer eyrnamörkun alls fjár, einnig plötumerking alls fjár með litum eftir svæðum, og brennimerking á sumu fé.

Dr. Ólafur R. Dýrmundsson, markavörður í Landnámi Ingólfs, fyrrverandi landsmarkavörður og ritstjóri Landsmarkaskrár og fyrrum ráðunautur Bændasamtaka Íslands.

„Þetta kerfi, sem hvað eyrnamörkun varðar, hefur verið þekkt allt frá upphafi Íslandsbyggðar, hentar sérlega vel aðstæðum hér á landi og hefur gert það alla tíð. Ég tel að meintir kostir við áformaðar lagabreytingar séu léttvægir samanborið við ókosti og jafnvel skaðsemi þeirra. Öruggt merkingarkerfi sauðfjár hér á landi hefur nú öðlast aukið vægi, bæði með tilliti til fæðu- og matvælaöryggis. Það er meðal annars vegna þess að margar sauðfjárveikivarnalínur hafa verið aflagðar eða viðhald þeirra hefur verið vanrækt á seinni árum. Þá er vert að hafa í huga að með innflutningi hrás, ófrysts kjöts, frá og með 1. janúar 2020, hefur aukist hætta á að búfjársjúkdómar berist til landsins, og einnig gæti aukin ferðamennska komið þar við sögu.

Þá verður að teljast mjög óráðlegt að leggja Markanefnd niður því að hún er meðal annars óháð úrskurðarnefnd sem sker úr í málum sem markavörðum tekst ekki að leiða til lykta.“

Áskrift að Bændablaðinu 2025
Fréttir 27. desember 2024

Áskrift að Bændablaðinu 2025

Gefin eru út 23 tölublöð af Bændablaðinu ár hvert. Upplagi þess er dreift um all...

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...