Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Fá heimild héraðsdóms til að endurskipleggja reksturinn
Fréttir 17. júlí 2020

Fá heimild héraðsdóms til að endurskipleggja reksturinn

Höfundur: Vilmundur Hansen

Héraðsdómur Reykjavíkur veitti fyrir helgi Hótel Sögu ehf. og Bændahöllinni ehf. heimild til fjárhagslegrar endurskoðunar á grundvelli nýsamþykktra laga nr. 57/2020 um heimildir til fjárhagslegrar endurskipulagningar fyrirtækja.

Að fengnum þessum heimildum fá stjórnendur félaganna mikilvægt svigrúm til að endurskipuleggja rekstur þeirra, hvort sem er með samningum við kröfuhafa, endurfjármögnun núverandi skuldbindinga, nýju hlutafé eða með öðrum hætti.

Líkt og önnur ferða-þjónustufyrirtæki hefur Hótel Saga orðið fyrir tekjufalli í kjölfar kórónaveirufaraldursins. Miðað við tekjur þess á sama tíma í fyrra er samdrátturinn í kringum 90%.

Ingibjörg Ólafsdóttir, framkvæmda­stjóri Hótel Sögu og Bænda­hallar­innar.

Erfiður rekstur

Þrátt fyrir þessa erfiðu stöðu hefur stjórnendum og eigendum félaganna tekist að halda rekstri hótelsins gangandi. Engu að síður töldu þeir mikilvægt að óska eftir heimild héraðsdóms til fjárhagslegrar endurskipulagningar við þessar erfiðu rekstraraðstæður til þess að fá svigrúm til að endurskipuleggja reksturinn til framtíðar litið, en heimild til fjárhagslegrar endurskipulagningar kemur Hótel Sögu í greiðsluskjól og kemur í veg fyrir að kröfuhafar geti gengið að félögunum og eignum þeirra á meðan heimildin er í gildi og endurskipulagningin stendur yfir.

Sigurður Kári Kristjánsson hæstaréttarlögmaður tilsjónarmaður

Stefnt er að því að rekstri Hótels Sögu verði fram haldið nú þegar úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur liggur fyrir. Sigurður Kári Kristjánsson, hæstaréttarlögmaður hjá Lögmönnum Lækjargötu, sem var félögunum innan handar við að afla heimildanna, hefur verið skipaður aðstoðarmaður þeirra við hina fjárhagslegu endurskipulagningu.

Sigurður Kári Kristjánsson, hæstaréttarlögmaður.

Tíminn nýttur til að finna lausn

Ingibjörg Ólafsdóttir, framkvæmda­stjóri Hótel Sögu og Bænda­hallar­innar, telur þann áfanga sem náðst hefur mikilvægan fyrir hagsmuni félaganna og aðaleiganda þeirra, Bændasamtök Íslands. „Nú er verkefnið að nýta næstu þrjá mánuði vel við að leita samninga og finna framtíðarlausnir á vanda félaganna. Við ætlum okkur að gera það og munum skoða alla möguleika sem bjóðast í þeim efnum,“ segir Ingibjörg í samtali við Bændablaðið. 

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...