Fækkun í flóru Ástralíu
Talið er að meira en fimmtíu plöntutegundir sem eingöngu finnast í Ástralíu geti dáið út á næsta áratug. Einungis tólf þeirra eru friðaðar.
Gróður og dýralíf í Ástralíu er einstakt að því leyti að þar finnast bæði plöntur og dýr sem hvergi er að finna annars staðar í heiminum. Nýleg rannsókn á flóru álfunnar sýndi að meira en fimmtíu tegundir plantna sem bundnar eru við Ástralíu eru í hættu á að deyja út verði ekkert að gert til að vernda þær og kjörlendi þeirra. Athugun sýndi einnig að einungis tólf af plöntunum eru á opinberum lista yfir plöntur í útrýmingarhættu í Ástralíu.
Ólíkar plöntutegundir eru nú þegar um 70% lífvera á lista Ástralíu yfir dýr og jurtir sem taldar eru í hættu.
Ein þessara plantna er Wollemi-fura en aðeins er vitað um 39 slíka í heiminum. Þar af er eina að finna í grasagarðinum í Kew þar sem hún er afgirt.