Færri tilkynningar um tjón af völdum fugla
Bændur eru hvattir til að skrá tjón af völdum álfta og gæsa á Bændatorginu. Þetta er annað árið sem bændur eru beðnir um að tilkynna um tjón af völdum fugla í ræktunarlandi sínu.
Stjórnvöld hafa komið á laggirnar aðgerðahóp til að koma með tillögur um hvernig megi bregðast við vegna þess tjóns sem bændur verða fyrir, sérstaklega þeir sem stunda kornrækt.
Forsenda þess að hægt sé að leggja mat á tjónið er að bændur fylli út tjónatilkynningu á Bændatorginu á þar til gerðu rafrænu skráningarformi.
Miðað við skráningu bænda þegar Bændablaðið fór í prentun mætti halda að tjón af völdum fugla í ræktunarlandi bænda þetta árið sé mun minna en í fyrra, því innan við 10 tjónatilkynningar voru komnar inn á Bændatorgið.