Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Steinþór Skúlason, forstjóri Slátur­félags Suðurlands.
Steinþór Skúlason, forstjóri Slátur­félags Suðurlands.
Fréttir 14. janúar 2021

Fallið frá verðbreytingu til lækkunar á verði nautgripa

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sláturfélag Suðurlands hefur endurmetið forsendur verðlækkunar á nautgripum sem átti að taka gildi 18. janúar næstkomandi og ákveðið að falla frá lækkuninni.

Steinþór Skúlason, forstjóri Slátur­félags Suðurlands, segir að staða á kjötmarkaði sé erfið og miklar birgðir til. „Birgðir af dilkakjöti í lok nóvember voru 900 tonnum meiri en á sama tíma í fyrra. Það eru ekki til opinberar upplýsingar um nautakjötsbirgðir í landinu þar sem afurðastöðvarnar gefa þær ekki upp.“
Hann segir að í heildina sé samdráttur á kjötmarkaði og að heildarneysla á kjöti í landinu hafi minnkað og innflutningur á nautakjöti líka í tengslum við COVID-19.

Steinþór segir að ákvörðun SS um að draga verðbreytinguna til baka byggi á mörgum ólíkum forsendum. „Svona ákvörðun byggir á mörgum ólíkum þáttum eins og rekstrarleg staða, væntingar um þróun á markaði og að sjálfsögðu skipta viðhorf bænda máli líka og svo skipta menn um skoðun ef forsendur breytast. Okkar skoðun núna, eftir að hafa endurmetið forsendurnar, er að falla frá verðbreytingunni,“ segir Steinþór.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...