Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Hólar í Hjaltadal.
Hólar í Hjaltadal.
Mynd / HKr.
Fréttir 30. júní 2020

Fámennið aðdráttarafl fyrir erlenda ferðamenn

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Ferðamenn sjá það sem mikinn kost að á Norðurlandi er hægt að upplifa fámenni, víðáttu og ósnortna náttúru, en slíkt verður að teljast kostur í því ástandi sem ferðaþjónusta í öllum heiminum er í um þessar mundir. 
 
Þetta er meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum úr rannsókn á markaðssetningu ferðaþjónustufyrirtækja og sveitar­félaga á Norðurlandi, sem unnin var af Rannsóknarmiðstöð ferðamála í samstarfi við Háskólann á Hólum á síðasta ári fyrir Markaðsstofu Norðurlands.
 
Norðurljós og hvalaskoðun
 
Norðurljós, hvalaskoðun og gönguferðir eru þeir möguleikar í afþreyingu sem flestir ferðamenn nefndu í sérstakri viðtalsrannsókn, og helstu seglarnir eru Akureyri, Mývatn, Dettifoss og fossar almennt.
Ferðaþjónustufyrirtæki á Norður­landi stýra sinni eigin markaðssetningu sjálf, þótt meirihluti þeirra kaupi sér sérfræðiaðstoð þegar á þarf að halda. Bókunarsíður og ferðaheildsalar gegna veigamiklu hlutverki, þá sérstaklega þær fyrrnefndu sem ný fyrirtæki nýta sér mikið.
 
Úr Flateyjardal. Ferðamenn sjá það sem mikinn kost að á Norðurlandi er hægt að upplifa fámenni, víðáttu og ósnortna náttúru. Mynd / Hörður Kristjánsson
 
Matartengdar örverur 3% af þarmaflórunni
Fréttir 5. nóvember 2024

Matartengdar örverur 3% af þarmaflórunni

Matís tekur þátt í Evrópuverkefni um skráningu örvera í matvælum og framleiðsluu...

Melrakki rannsakaður í krók og kring
Fréttir 4. nóvember 2024

Melrakki rannsakaður í krók og kring

Nú stendur yfir rannsókn á stofngerð íslensku tófunnar og stöðu hennar á þremur ...

Samvinna fremur en samkeppni
Fréttir 4. nóvember 2024

Samvinna fremur en samkeppni

Rétt neðan við afleggjara Landeyjahafnarvegar stendur reisulegt hús með gömlu ís...

Vörður staðinn um lífríki Látrabjargs
Fréttir 1. nóvember 2024

Vörður staðinn um lífríki Látrabjargs

Staðfest hefur verið stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Látrabjarg. Markmið henn...

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar
Fréttir 1. nóvember 2024

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun birti þann 18. október til umsagnar matsáætlun fyrir mat á umhv...

Verður forstjóri til áramóta
Fréttir 31. október 2024

Verður forstjóri til áramóta

Auður H. Ingólfsdóttir, sem gegnt hefur starfi sviðsstjóra loftslagsmála og hrin...

Samvinna ungra bænda
Fréttir 31. október 2024

Samvinna ungra bænda

Stjórnir ungbændahreyfinga á öllum Norðurlöndunum eiga í stöðugum samskiptum til...

Vilja reisa mannvirki
Fréttir 30. október 2024

Vilja reisa mannvirki

Linde Gas ehf. hefur óskað eftir deiliskipulagsbreytingu á lóð sinni á Hæðarenda...