Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Hólar í Hjaltadal.
Hólar í Hjaltadal.
Mynd / HKr.
Fréttir 30. júní 2020

Fámennið aðdráttarafl fyrir erlenda ferðamenn

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Ferðamenn sjá það sem mikinn kost að á Norðurlandi er hægt að upplifa fámenni, víðáttu og ósnortna náttúru, en slíkt verður að teljast kostur í því ástandi sem ferðaþjónusta í öllum heiminum er í um þessar mundir. 
 
Þetta er meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum úr rannsókn á markaðssetningu ferðaþjónustufyrirtækja og sveitar­félaga á Norðurlandi, sem unnin var af Rannsóknarmiðstöð ferðamála í samstarfi við Háskólann á Hólum á síðasta ári fyrir Markaðsstofu Norðurlands.
 
Norðurljós og hvalaskoðun
 
Norðurljós, hvalaskoðun og gönguferðir eru þeir möguleikar í afþreyingu sem flestir ferðamenn nefndu í sérstakri viðtalsrannsókn, og helstu seglarnir eru Akureyri, Mývatn, Dettifoss og fossar almennt.
Ferðaþjónustufyrirtæki á Norður­landi stýra sinni eigin markaðssetningu sjálf, þótt meirihluti þeirra kaupi sér sérfræðiaðstoð þegar á þarf að halda. Bókunarsíður og ferðaheildsalar gegna veigamiklu hlutverki, þá sérstaklega þær fyrrnefndu sem ný fyrirtæki nýta sér mikið.
 
Úr Flateyjardal. Ferðamenn sjá það sem mikinn kost að á Norðurlandi er hægt að upplifa fámenni, víðáttu og ósnortna náttúru. Mynd / Hörður Kristjánsson
 
Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...