Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Fé kemur vænt af fjalli
Fréttir 8. september 2023

Fé kemur vænt af fjalli

Höfundur: Þórdís Anna Gylfadóttir

Trausti Hjálmarsson, formaður deildar sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands, segir að fé sitt komi vænt af fjalli.

Trausti Hjálmarsson.

Bændablaðið náði tali af honum í smalamennsku, en hann er sauðfjárbóndi í Austurhlíð í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og réttar í Biskupstungnaréttum.

„Mér sýnist fé hér almennt koma vænt af fjalli, það lítur út fyrir að vera í góðu meðallagi,“ segir Trausti. Hann hafði ekki haft fregnir af fé í öðrum landshlutum en vonaði að sumarið hefði farið vel með fé og það kæmi vel út í öllum landshlutum.

Aðspurður hvernig gengi að manna göngurnar sagði hann að það gengi vel. „Það er alltaf ásókn í þetta af fólki sem hefur gaman af að koma og taka þátt í þeirri upplifun sem göngurnar eru, að vera úti í náttúrunni og smala fé heim af fjalli.“

Að sama skapi segir Trausti það alltaf vera jafn vinsælt meðal almennings að mæta í réttir. „Í fyrra var fyrsta árið eftir að Covidhömlum var aflétt og mæting í réttir meðal almennings var góð. Ég held að það verði lítið gefið eftir í ár. Við vonumst allavega til þess að sem flestir mæti og gleðjist með okkur.

Ég óska sauðfjárbændum öllum alls hins besta og vona að sumarið hafi farið vel með féð.“

Skylt efni: smalamennska

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...