Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Magnús Óskarsson, fyrrverandi kennari og tilraunastjóri við Landbúnaðarháskóla Íslands.
Magnús Óskarsson, fyrrverandi kennari og tilraunastjóri við Landbúnaðarháskóla Íslands.
Fréttir 22. apríl 2020

Fékk 200 milljónir í arf frá fyrrum kennara

Höfundur: Vilmundur Hansen

Magnús Óskarsson, fyrrverandi kennari og tilraunastjóri við Landbúnaðarháskóla Íslands, hefur arfleitt skólann að öllum eignum sínum sem áætlað er að nemi um 200 milljónum króna. Magnús lést 28. desember síðastliðinn, 93 ára að aldri.

Ragnheiður I. Þórarins­dóttir, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands, segir að gjöfin sé mjög rausnarleg, komi að góðum notum fyrir skólann og að allir starfsmenn skólans séu mjög þakklátir fyrir hana.

Arfinum fylgir það skilyrði að hann verði nýttur við skólann að starfsemi sem tengdist starfi Magnúsar.

„Kvaðir arfsins fela í sér að fjármunina skuli nýta til að byggja upp aðstöðu til rannsókna og kennslu á sviði jarðræktarfræða, umhverfisfræða og landnýtingar. Arfinn má einnig nýta til að efla íþróttaaðstöðu við skólann eða verknámsaðstöðu á Hvanneyri.“

Magnús varð búfræðikandídat frá Bændaskólanum á Hvanneyri 1953 og réðist svo til skólans sem kennari og tilraunastjóri eftir framhaldsnám og störf í Danmörku. Hlutverk Magnúsar var, auk kennslu, að koma upp grasagarði og stunda tilraunir og er hann einn af frumherjum í íslenskri tilrauna- og ræktunarsögu á sviði landbúnaðar. Magnús starfaði við skólann og bjó á Hvanneyri nánast allan sinn starfsferil. 

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...