Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Félag eyfirskra kúbænda gagnrýnir harðlega framgöngu landbúnaðarráðherra
Mynd / BBL
Fréttir 9. mars 2017

Félag eyfirskra kúbænda gagnrýnir harðlega framgöngu landbúnaðarráðherra

Stjórn Félags eyfirskra kúabænda (FEK)  hefur sent frá sér tilkynningu þar sem framganga Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur landbúnaðarráðherra, í vegferð hennar að breyttum búvörulögum, er gagnrýnd harðlega.

„Á fjölmennum aðalfundi FEK í Hlíðarbæ á dögunum fullyrti Þorgerður að samráðshópur um endurskoðun búvörusamninga myndi fjalla efnislega um þau atriði sem hún hefur nú sett inn í drög að nýju frumvarpi til breytinga á búvörulögum. Engar greiningar liggja fyrir um hvaða áhrif boðaðar breytingar munu hafa á verðþróun mjólkurafurða en ljóst er að jafn róttæk stefnubreyting og hér er um að ræða mun hafa afleiðingar inn í verðlagningu þeirra og mögulega hækka verð til neytenda. Stjórn Félags eyfirskra kúabænda harmar að ráðherra skuli ekki standa við orð sín og velji að sniðganga vilja alþingis og taka þessi efnisatriði út úr endurskoðunar vinnu samráðshópsins. Ennfremur telur stjórn FEK ámælisvert að ráðherrann vilji ekki hafa samráð við forystu bænda um fyrirhugaðar breytingar, líkt og hún hefur áður sagt.

FEK skorar á önnur undirfélög Landsambands Kúabænda að taka afstöðu til málsins,“ segir í tilkynningunni.

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...