Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Heyskapur í Mývatnssveit.
Heyskapur í Mývatnssveit.
Mynd / Bbl
Fréttir 14. janúar 2022

Fimm íslensk náttúruverndarsvæði tilnefnd til evrópskra verndarsvæða

Höfundur: smh

Ísland hefur tilnefnt fimm íslensk náttúruverndarsvæði sem hluta af neti verndarsvæða Bernarsamningsins, um vernd villtra plantna, dýra og búsvæða, sem kallast Emerald Network. Svæðin eru Guðlaugstungur, Vatnajökulsþjóðgarður, Verndar­svæði Mývatns og Laxár, Vestmannsvatn og Þjórsárver.

Á vef umhverfis- og auðlinda­ráðuneytisins er fjallað um tilnefningarnar og þar segir að svæðin hafi verið valin vegna þess að þau uppfylli kröfur, að hluta eða öllu leyti, um lagalega stöðu verndunar, umsjónar, vöktunar og áætlana um hvernig vernd og stjórnun sé háttað.

Aðili að Bernarsamningnum frá 1993

Ísland hefur verið aðili að Bernar­samningnum um vernd villtra plantna, dýra og lífsvæða þeirra í Evrópu frá árinu 1993.

Til að fylgja eftir markmiðum samningsins er lagt til að ríki geri tillögu að svæðum sem verði hluti af Emerald Network. Markmiðið er að mynda net verndarsvæða í Evrópu. Ríki geta lagt inn tillögur að fjölda svæða í einu eða í smærri skrefum.

„Í samvinnu við Ísland verða tillögur Íslands metnar af sérfræðingum samningsins m.t.t. þeirra gagna sem skilað var inn til samningsins. Ekki liggur því enn fyrir hvort svæðin verði samþykkt sem hluti af Emerald Network, en niðurstöðu er að vænta á næsta ári,“ segir á vef ráðuneytisins.

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...