Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Heyskapur í Mývatnssveit.
Heyskapur í Mývatnssveit.
Mynd / Bbl
Fréttir 14. janúar 2022

Fimm íslensk náttúruverndarsvæði tilnefnd til evrópskra verndarsvæða

Höfundur: smh

Ísland hefur tilnefnt fimm íslensk náttúruverndarsvæði sem hluta af neti verndarsvæða Bernarsamningsins, um vernd villtra plantna, dýra og búsvæða, sem kallast Emerald Network. Svæðin eru Guðlaugstungur, Vatnajökulsþjóðgarður, Verndar­svæði Mývatns og Laxár, Vestmannsvatn og Þjórsárver.

Á vef umhverfis- og auðlinda­ráðuneytisins er fjallað um tilnefningarnar og þar segir að svæðin hafi verið valin vegna þess að þau uppfylli kröfur, að hluta eða öllu leyti, um lagalega stöðu verndunar, umsjónar, vöktunar og áætlana um hvernig vernd og stjórnun sé háttað.

Aðili að Bernarsamningnum frá 1993

Ísland hefur verið aðili að Bernar­samningnum um vernd villtra plantna, dýra og lífsvæða þeirra í Evrópu frá árinu 1993.

Til að fylgja eftir markmiðum samningsins er lagt til að ríki geri tillögu að svæðum sem verði hluti af Emerald Network. Markmiðið er að mynda net verndarsvæða í Evrópu. Ríki geta lagt inn tillögur að fjölda svæða í einu eða í smærri skrefum.

„Í samvinnu við Ísland verða tillögur Íslands metnar af sérfræðingum samningsins m.t.t. þeirra gagna sem skilað var inn til samningsins. Ekki liggur því enn fyrir hvort svæðin verði samþykkt sem hluti af Emerald Network, en niðurstöðu er að vænta á næsta ári,“ segir á vef ráðuneytisins.

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...