Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Fjárfest í skógareyðingu
Fréttir 25. júní 2020

Fjárfest í skógareyðingu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Komið hefur í ljós að bankar og fjárfestingafyrirtæki sem staðsett eru á Bretlandseyjum hafa fjárfest gríðarlega í þremur brasilískum kjötvinnslufyrirtækjum sem sökuð eru um mikla skógar­eyðingu í Amason undan­farin ár. Rannsóknin var gerð af Guardian, Unearthed og the Bureau of Investigative Journalism.

Upphæðin sem um ræðir er sögð vera 1,5 milljarðar Bandaríkjadala sem jafngildir tæpum 199 milljörðum íslenskra króna. Í kjölfar fjár­festinganna hafa þúsundir hektara af skóglendi verið felldir í Brasilíu til að ryðja land til nautgripaeldis og er stór hluti afurðanna fluttur út.

Bankar og skógareyðing

Meðal fjármálafyrirtækja sem nefnd eru í þessu sambandi eru Crédit Agricole, Deutsche Bank og Santander og eru fyrirtæki sögð hafa fjárfest í brasilísku fyrirtækjunum Marfrig, sem er annar stærsti kjötframleiðandi í Brasilíu, og Minerva, sem er næststærsti kjötútflytjandi landsins. Auk þess sem bresk fjármálafyrirtæki eru sögð eiga tugmilljóna hlut í JBS sem er stærsta kjötframleiðslufyrirtæki í heimi. Öll þessi kjötvinnslufyrirtæki hafa verið tengd við ólöglegt skógar­högg í Brasilíuhluta Amason­skóganna.

Talsmenn brasilísku fyrir­tækjanna þvertaka fyrir að eiga nokkurn þátt í skógareyðingu í Amason en segja á sama tíma að ekki sé nokkur leið að fylgjast með því hvaðan kjötið er upprunnið.

Háar upphæðir

Samkvæmt upplýsingum Guardian, Unearthed og the Bureau of Investigative Journalism fjárfesti HSBC banki í Manefrig og Minerva fyrir 1,1 milljarð bandaríkjadali á árunum 2013 til 2019 en það jafngildir tæpum 145 milljörðum íslenskra króna. Auk þess sem bankinn á hlutabréf í JBS fyrir þrjár milljónir dali, eða tæpar 400 milljónir króna.

Af öðrum fjármálafyrirtækjum sem sögð eru hafa fjárfest mikið í brasilískum kjötframleiðslu­fyrirtækjum sem hafa tengsl við skógareyðingu eru fjár­festinga­fyrirtækin Schroders, Standard Life Aberdeen og Lífeyrissjóðurinn Prudential UK.

Reglur um fjárfestingar og umhverfisáhrif

Nýjar reglur sem eru í vinnslu hjá Evrópusambandinu gera ráð fyrir að fjármálafyrirtæki sem starfa innan sambandsins verði í framtíðinni að gera grein fyrir þeim umhverfisáhrifum sem fjárfestingar þeirra geti haft.

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...