Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Fjárfest í skógareyðingu
Fréttir 25. júní 2020

Fjárfest í skógareyðingu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Komið hefur í ljós að bankar og fjárfestingafyrirtæki sem staðsett eru á Bretlandseyjum hafa fjárfest gríðarlega í þremur brasilískum kjötvinnslufyrirtækjum sem sökuð eru um mikla skógar­eyðingu í Amason undan­farin ár. Rannsóknin var gerð af Guardian, Unearthed og the Bureau of Investigative Journalism.

Upphæðin sem um ræðir er sögð vera 1,5 milljarðar Bandaríkjadala sem jafngildir tæpum 199 milljörðum íslenskra króna. Í kjölfar fjár­festinganna hafa þúsundir hektara af skóglendi verið felldir í Brasilíu til að ryðja land til nautgripaeldis og er stór hluti afurðanna fluttur út.

Bankar og skógareyðing

Meðal fjármálafyrirtækja sem nefnd eru í þessu sambandi eru Crédit Agricole, Deutsche Bank og Santander og eru fyrirtæki sögð hafa fjárfest í brasilísku fyrirtækjunum Marfrig, sem er annar stærsti kjötframleiðandi í Brasilíu, og Minerva, sem er næststærsti kjötútflytjandi landsins. Auk þess sem bresk fjármálafyrirtæki eru sögð eiga tugmilljóna hlut í JBS sem er stærsta kjötframleiðslufyrirtæki í heimi. Öll þessi kjötvinnslufyrirtæki hafa verið tengd við ólöglegt skógar­högg í Brasilíuhluta Amason­skóganna.

Talsmenn brasilísku fyrir­tækjanna þvertaka fyrir að eiga nokkurn þátt í skógareyðingu í Amason en segja á sama tíma að ekki sé nokkur leið að fylgjast með því hvaðan kjötið er upprunnið.

Háar upphæðir

Samkvæmt upplýsingum Guardian, Unearthed og the Bureau of Investigative Journalism fjárfesti HSBC banki í Manefrig og Minerva fyrir 1,1 milljarð bandaríkjadali á árunum 2013 til 2019 en það jafngildir tæpum 145 milljörðum íslenskra króna. Auk þess sem bankinn á hlutabréf í JBS fyrir þrjár milljónir dali, eða tæpar 400 milljónir króna.

Af öðrum fjármálafyrirtækjum sem sögð eru hafa fjárfest mikið í brasilískum kjötframleiðslu­fyrirtækjum sem hafa tengsl við skógareyðingu eru fjár­festinga­fyrirtækin Schroders, Standard Life Aberdeen og Lífeyrissjóðurinn Prudential UK.

Reglur um fjárfestingar og umhverfisáhrif

Nýjar reglur sem eru í vinnslu hjá Evrópusambandinu gera ráð fyrir að fjármálafyrirtæki sem starfa innan sambandsins verði í framtíðinni að gera grein fyrir þeim umhverfisáhrifum sem fjárfestingar þeirra geti haft.

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...