Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Fjárfestingastuðningur í nautgriparækt vegna framkvæmda 2018
Fréttir 1. júní 2018

Fjárfestingastuðningur í nautgriparækt vegna framkvæmda 2018

Höfundur: Vilmundur Hansen / Mast

Matvælastofnun hefur lokið yfirferð umsókna um fjárfestingastuðning í nautgriparækt vegna framkvæmda á árinu 2018. Alls bárust 190 umsóknir, en sótt var um rafrænt á Bændatorginu. Af þeim voru 181 umsóknir samþykktar, þar af 77 framhaldsumsóknir, en 9 umsóknum var hafnað.

Heildarkostnaður við fjárfestingar nautgripabænda vegna framkvæmda á árinu 2018 er samkvæmt samþykktum umsóknum um 6,6 milljarðar króna. Matvælastofnun hefur til úthlutunar samkvæmt fjárlögum ársins 198.276.923 kr. Styrkhlutfall reiknast um 3% af heildarfjárfestingakostnaði, en skerða þurfti framlög hlutfallslega á allar samþykktar umsóknir í samræmi við 25. gr. reglugerðarinnar þar sem fjármunir hrökkva ekki til að greiða hámarksstyrkhlutfall sem er 40%. Í ár reiknast hæsti styrkur 7.247.839 kr. og lægsti styrkur 39.936 kr.


Um fjárfestingastuðning í nautgriparækt er fjallað í VII. kafla reglugerðar um stuðning í nautgriparækt nr. 1181/2017. Fjárfestingastuðningur er veittur vegna framkvæmda sem stuðla að hagkvæmari búskaparháttum, bættum aðbúnaði nautgripa og aukinni umhverfisvernd. Markmið stuðningsins er að hraða því að framleiðendur standist kröfur skv. reglugerð um velferð nautgripa nr. 1065/2014.

Stuðningurinn er veittur vegna nýframkvæmda og/eða endurbóta á eldri byggingum og kom fyrst til úthlutunar á árinu 2017 eftir innleiðingu nýrra búvörusamninga.

Skylt efni: Mast | nautgriparækt

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...