Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Fjárfestingastuðningur í sauðfjárrækt – yfirferð umsókna lokið
Fréttir 11. júní 2019

Fjárfestingastuðningur í sauðfjárrækt – yfirferð umsókna lokið

Höfundur: Vilmundur Hansen

Matvælastofnun hefur lokið yfirferð umsókna um fjárfestingastuðning í sauðfjárrækt vegna framkvæmda á árinu 2019. Umsækjendur geta nú nálgast svarbréf við umsókn sinni inni á Bændatorginu undir Rafræn skjöl > Bréf.
Alls bárust 56 umsóknir, af þeim voru 55 umsóknir samþykktar en einni umsókn var hafnað.

Heildarkostnaður við framkvæmdir sauðfjárbænda samkvæmt umsóknunum er um 418 milljónir króna. Umsóknir vegna nýframkvæmda voru 16 en umsóknir vegna endurbóta 40.  Fjárhæð til úthlutunar að þessu sinni er 60.565.056 kr. Skerða þurfti stuðningsgreiðslur hlutfallslega á allar samþykktar umsóknir í samræmi við 27. gr. reglugerðarinnar og er styrkhlutfall til úthlutunar um 14,5% af heildarkostnaði umsókna. Í ár er hæsti styrkur áætlaður 6.056.506 kr. en lægsti styrkur 155.657 kr.

Um fjárfestingastuðning í sauðfjárrækt er fjallað í V. kafla reglugerðar um stuðning við sauðfjárrækt. Markmið stuðningsins er að stuðla að bættum aðbúnaði sauðfjár og hagkvæmari búskaparháttum. Stuðningur er veittur bæði til nýframkvæmda og endurbóta á eldri byggingum og er þetta annað ár úthlutunar.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...