Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Fjarnámskeið RML um náttúruverndarverkefnið LOGN
Mynd / Bbl
Fréttir 17. apríl 2020

Fjarnámskeið RML um náttúruverndarverkefnið LOGN

Höfundur: Ritstjórn

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) stendur fyrir fjarnámskeiðahaldi þessar vikurnar, þar sem viðfangsefnið er náttúruvernd og landbúnaður. Til grundvallar námskeiðahaldinu er kynning á verkefninu LOGN, sem er beint framhald verkefnisins Landbúnaður og náttúruvernd. Markmiðið er að fá bændur til að flétta saman sinn landbúnað og störf tengd náttúruvernd.

Sigurður Torfi Sigurðsson
verkefnisstjóri LOGN.

Alls eru um tólf fyrirlestra að ræða, að jafnaði þrír á viku og er fyrsta vikan búin. Hver fyrirlestur tekur um 20-30 mínútur og er þeim streymt í gegnum forritið Teams. Nauðsynlegt er að skrá sig á fyrirlestrana til að fá tengingu. Nóg er að skrá sig einu sinni til að fá tengingu á allra fyrirlestraröðina.

Fyrirlestrarnir hefjast allir klukkan 13.

Áhugasamir geta skráð sig í gegnum vef RML.

 

 

Efni fyrirlestrarraðarinnar er eftirfarandi:

  • 14. apríl - Kynning á LOGN
  • 15. apríl - Kynning á erlendu verkefni
  • 17. apríl - Viðhorf bænda
  • 20. apríl - Náttúruvernd og friðlýsingar
  • 22. apríl - Gróður og vistgerðir
  • 24. apríl - Fuglar og dýralíf
  • 27. apríl - Líf í vötnum
  • 29. apríl - Endurheimt vistkerfa
  • 30. apríl - Búrekstur og náttúruvernd hagnýt atriði og reynsla af friðlandi
  • 4. maí - Endurheimt landnámsskóga
  • 6. maí - Náttúruvernd og landbúnaður í skipulagi sveitarfélaga
  • 8. maí - Náttúruvernd og landbúnaður, raunhæf nálgun, nýsköpun og rekstur
Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...