Fjarnámskeið RML um náttúruverndarverkefnið LOGN
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) stendur fyrir fjarnámskeiðahaldi þessar vikurnar, þar sem viðfangsefnið er náttúruvernd og landbúnaður. Til grundvallar námskeiðahaldinu er kynning á verkefninu LOGN, sem er beint framhald verkefnisins Landbúnaður og náttúruvernd. Markmiðið er að fá bændur til að flétta saman sinn landbúnað og störf tengd náttúruvernd.
verkefnisstjóri LOGN.
Alls eru um tólf fyrirlestra að ræða, að jafnaði þrír á viku og er fyrsta vikan búin. Hver fyrirlestur tekur um 20-30 mínútur og er þeim streymt í gegnum forritið Teams. Nauðsynlegt er að skrá sig á fyrirlestrana til að fá tengingu. Nóg er að skrá sig einu sinni til að fá tengingu á allra fyrirlestraröðina.
Fyrirlestrarnir hefjast allir klukkan 13.
Áhugasamir geta skráð sig í gegnum vef RML.
Efni fyrirlestrarraðarinnar er eftirfarandi:
- 14. apríl - Kynning á LOGN
- 15. apríl - Kynning á erlendu verkefni
- 17. apríl - Viðhorf bænda
- 20. apríl - Náttúruvernd og friðlýsingar
- 22. apríl - Gróður og vistgerðir
- 24. apríl - Fuglar og dýralíf
- 27. apríl - Líf í vötnum
- 29. apríl - Endurheimt vistkerfa
- 30. apríl - Búrekstur og náttúruvernd hagnýt atriði og reynsla af friðlandi
- 4. maí - Endurheimt landnámsskóga
- 6. maí - Náttúruvernd og landbúnaður í skipulagi sveitarfélaga
- 8. maí - Náttúruvernd og landbúnaður, raunhæf nálgun, nýsköpun og rekstur