Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Neyðarlínan mun tryggja full­nægjandi fjarskiptasamband á bæjum á Austurlandi áður en gamla koparkerfið, heimasíminn, verður lagt niður á næstu vikum.
Neyðarlínan mun tryggja full­nægjandi fjarskiptasamband á bæjum á Austurlandi áður en gamla koparkerfið, heimasíminn, verður lagt niður á næstu vikum.
Fréttir 24. september 2020

Fjarskiptasamband tryggt á bæjum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur náð samkomulagi við Neyðarlínuna um að tryggja fullnægjandi fjarskiptasamband á bæjum á Austurlandi áður en gamla koparkerfið, heima­síminn, verður að fullu lagt niður á næstu vikum.

Í tilkynningu á heimasíðu ráðuneytisins segir að fyrsti áfangi Símans við að fasa út PSTN koparkerfið, heimasíma, hefjist 1. október næstkomandi. Undir þann áfanga falla ýmsir staðir í dreifbýli, meðal annars í póstnúmeri 701, sem tengjast símstöðinni á Brúarási á Héraði. Neyðarlínan mun því hraða framkvæmdum við að bæta farnetssamband á tilteknum bæjum á Jökuldal á Fljótsdalshéraði, í samvinnu við Landsvirkjun og Símann. Sama mun gilda um önnur svæði á landinu þar sem á þarf að halda.

Í tilkynningunni er haft eftir samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að síðastliðið ár hafi hann lagt mikla áherslu á að ljósleiðaravæða byggðir landsins í gegnum verkefnið Ísland ljóstengt. „Það er gríðarlega metnaðarfull stefna. Það er á hinn bóginn mikilvægt að samfella sé í þessari framþróun og að gamla koparkerfið verði ekki lagt af áður en tryggt er að allir bæir hafi öruggt símasamband. Því hef ég beint því til Neyðarlínunnar að tryggja að ekki komi til þess að einstaka bæir verði sambandslausir við umheiminn í þessu ferli. Það væri óásættanlegt.“

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...