Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Neyðarlínan mun tryggja full­nægjandi fjarskiptasamband á bæjum á Austurlandi áður en gamla koparkerfið, heimasíminn, verður lagt niður á næstu vikum.
Neyðarlínan mun tryggja full­nægjandi fjarskiptasamband á bæjum á Austurlandi áður en gamla koparkerfið, heimasíminn, verður lagt niður á næstu vikum.
Fréttir 24. september 2020

Fjarskiptasamband tryggt á bæjum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur náð samkomulagi við Neyðarlínuna um að tryggja fullnægjandi fjarskiptasamband á bæjum á Austurlandi áður en gamla koparkerfið, heima­síminn, verður að fullu lagt niður á næstu vikum.

Í tilkynningu á heimasíðu ráðuneytisins segir að fyrsti áfangi Símans við að fasa út PSTN koparkerfið, heimasíma, hefjist 1. október næstkomandi. Undir þann áfanga falla ýmsir staðir í dreifbýli, meðal annars í póstnúmeri 701, sem tengjast símstöðinni á Brúarási á Héraði. Neyðarlínan mun því hraða framkvæmdum við að bæta farnetssamband á tilteknum bæjum á Jökuldal á Fljótsdalshéraði, í samvinnu við Landsvirkjun og Símann. Sama mun gilda um önnur svæði á landinu þar sem á þarf að halda.

Í tilkynningunni er haft eftir samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að síðastliðið ár hafi hann lagt mikla áherslu á að ljósleiðaravæða byggðir landsins í gegnum verkefnið Ísland ljóstengt. „Það er gríðarlega metnaðarfull stefna. Það er á hinn bóginn mikilvægt að samfella sé í þessari framþróun og að gamla koparkerfið verði ekki lagt af áður en tryggt er að allir bæir hafi öruggt símasamband. Því hef ég beint því til Neyðarlínunnar að tryggja að ekki komi til þess að einstaka bæir verði sambandslausir við umheiminn í þessu ferli. Það væri óásættanlegt.“

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...