Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Fjölbreytt verkefni
Mynd / ghp
Fréttir 27. febrúar 2024

Fjölbreytt verkefni

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Margþættar umræður sköpuðust á deildarfundi hrossabænda. Stofnverndarsjóður, hrossakjötsafurðir, starf ábyrgðarmanns hrossaræktar, drómasýki og þóknun formanns báru á góma.

Nanna Jónsdóttir, formaður búgreinadeildarinnar, fór yfir störf deildarinnar á árinu og stöðu WorldFengs en fyrir liggur að uppfæra þarf upprunaættbókina. Aðkoma hrossabænda að búvörusamningum voru einnig rædd en fram kom að stjórn deildarinnar hafi átt fund með ráðherra vegna þeirra.

Á fundinum voru haldin nokkur erindi. Berglind Margo Þorvaldsdóttir kynnti starfsemi Horses of Iceland sem búgreinadeildin er aðili að. Fyrirhugað er að bjóða ræktendum upp á sérstakan samstarfssamning við verkefnið.

Karvel L. Karvelsson framkvæmdastjóri RML kynnti hlutverk fyrirtækisins og verkefni þess tengt hrossarækt og hrossahaldi. Fram kom í máli Karvels að starf ábyrgðarmanns í hrossarækt verði auglýst og mun verkefni starfsmannsins ráðast af þeim einstaklingi sem ráðinn verður en verkefni verða einnig dreifð til annarra starfsmanna fyrirtækisins.

Fundurinn afgreiddi ellefu tillögur sem vísað var ýmist til stjórnar búgreinadeildarinnar eða til vinnslu hjá Bændasamtökum Íslands.

Tillögurnar fjölluðu um markaðssetningu hrossakjötsafurða, um áreiðanleika uppruna hests og fótabúnað hrossa á WR mótum, um aðgengi myndefnis Landsmóts á WorldFeng og um mikilvægi rannsókna á drómasýki. Einnig var samþykkt að leggja til hækkun á þóknun formanns búgreinadeildar hrossabænda. Þá samþykkti fundurinn að hætta að verðlauna kynbótaknapa ársins.

Breyting var á stjórn búgreinadeildarinnar. Vignir Sigurðsson og Eysteinn Leifsson gáfu ekki áfram kost á sér en í stað þeirra voru þeir Agnar Þór Magnússon og Jón Vilmundarson kjörnir í stjórn.

Þeir verða auk þess fulltrúar hrossabænda á búnaðarþingi ásamt Nönnu Jónsdóttur, formanns deildarinnar.

Skylt efni: deild hrossabænda

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...