Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Fjölmargar fjallahjólaleiðir eru í Fljótsdal, ein þeirra er í gegnum Ranaskóg en hér má sjá þá leið á korti. 
Fjölmargar fjallahjólaleiðir eru í Fljótsdal, ein þeirra er í gegnum Ranaskóg en hér má sjá þá leið á korti. 
Mynd / Einkasafn
Fréttir 19. ágúst 2021

Fjöldi fólks sýnt verkefninu áhuga

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

„Við erum afskaplega ánægð yfir þeim mikla fjölda fólks sem hefur sýnt þessu verkefni okkar áhuga,“ segir Sólrún Júlía Hjartardóttir frá Hrafnkelsstöðum í Fljótsdal sem ásamt Kjartani Benediktssyni hefur unnið við það að skrá og útbúa fjallahjólaleiðir í Fljótsdal.

Verkefnið er unnið með styrk frá Samfélagssjóði Fljótsdals.

„Okkar hugmynd var fyrst og fremst að nýta gamla slóða og kinda­götur sem liggja hér í dölum og fjöllum og koma þeim fjölmörgu fjallahjólaleiðum sem Fljótsdalurinn býður upp á á framfæri, gera þær færar og aðgengilegar með því að merkja þær,“ segir Sólrún Júlía. 

Bæta við þjónustu við fjallahjólafólk

Fyrstu leiðirnar eru tilbúnar og  sú fyrsta sem var merkt liggur í gegnum Ranaskóg. Þá má nefna skemmtilega leið út Norðurdal, hún liggur niður með Jökulsá í Fljótsdal, með hinni fögru fossaröð sem áin er sennilega þekktust fyrir. Upphaf leiðarinnar er yst á Eyjabökkum skammt undan Snæfelli og slóðin endar við bæinn Glúmsstaðasel sem er innsti bærinn í Norðurdal. Upplýsingar um leiðir eru birtar á Facebook-síðunni Hel-Fjallahjólaleiðir í Fljótsdal og á FatMap. Síðar í sumar munu fleiri leiðir bætast við og ríflega tvöfalt fleiri á næsta ári. Lýsingar verða aðgengilegar á leiðunum. Júlía segir að þau Kjartan ætli sér innan tíðar að veita ýmsa þjónustu til notenda leiðanna og þeirra hópa sem vilja hjóla eftir þeim.

Stefna á að merkja allt að 15 fjallahjólaleiðir

Hún segir að vonast sé til að síðar í sumar verði hægt að koma á bilinu fjórum til sex leiðum almennilega á framfæri. „Vorið var óvenjulegt og það hægði á okkur,“ segir hún og bætir við að á næsta ári vonist þau til að hafa náð að merkja mun fleiri fjallahjólaleiðir sem tengjast Fljótsdalnum. Hún segir að þegar lengri leiðir opnist hafi þau í hyggju að bjóða áhugasömu hjólafólki upp á að setja upp fyrir það pakka sem inniheldur skutl á milli staða, gistingu, mat, heitan pott og upplifun í þeirri stórkostlegri íslenskri náttúru sem Fljótsdalurinn býður upp á.

Sólrún Júlía Hjartardóttir frá Hrafnkelsstöðum í Fljótsdal og
Kjartan Benediktsson hafa skráð og merkt fjallahjólaleiðir í Fljótsdal.

Skylt efni: Fljótsdalur | fjallahjól

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...