Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Þótt útflutningur hrossa hafi verið lakari árið 2022 en í fyrra var hann vel yfir meðallagi ef horft er til síðasta áratugar. Uppgefið verð er mun hærra en í fyrra.
Þótt útflutningur hrossa hafi verið lakari árið 2022 en í fyrra var hann vel yfir meðallagi ef horft er til síðasta áratugar. Uppgefið verð er mun hærra en í fyrra.
Mynd / Íslandsstofa
Fréttir 12. janúar 2023

Fjöldinn yfir meðallagi og verðið hækkar

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Alls voru 2.085 hross flutt úr landi árið 2022. Er það töluvert minni útflutningur en metárið 2021.

Hrossin fóru til átján landa Evrópu auk Bandaríkjanna. Hrossin samanstóðu af 312 stóðhestum, 823 geldingum og 950 hryssum samkvæmt tölum Worldfengs, upprunaættbók íslenska hestsins.

Eins og venja er fóru langflest hross til Þýskalands, 970 talsins. Alls fóru 269 til Danmerkur, 243 til Svíþjóðar, 119 til Austurríkis, 110 til Sviss og 93 til Bandaríkjanna. Eitt hross fór til Írlands, annað til Póllands og enn annað til Rúmeníu og tvö til Ítalíu.

Þá höfðu 125 af útfluttu hrossunum hlotið fyrstu verðlaun í kynbótadómi. Hæst dæmda útflutta hrossið var ein stjarna ársins, stóðhesturinn Viðar frá Skör, sem hlaut meteinkunn, 9,04, í aðaleinkunn. Hann fór til Danmerkur.

Af öðrum hátt dæmdum útfluttum hrossum má nefna Sólon frá Þúfum (ae. 8,90), Brimni frá Efri-Fitjum (ae. 8,75), Spaða frá Stuðlum (ae. 8,73), Valdísi frá Auðsholtshjáleigu (ae. 8,60), heiðursverðlaunastóðhestinn Eld frá Torfunesi (ae. 8,60) og Magna frá Stuðlum (ae. 8,56).

Árið 2021 var metútflutningsár síðan mælingar hófust, en þá fóru 3.341 hross utan. Árið 2020 voru þau 2.320 og var útflutningurinn 2022 því lakari en síðastliðin tvö ár. Ef horft er til útflutnings síðasta áratugar var hann hins vegar vel yfir meðallag.

Bestu útflutningsárin fyrir utan árið 2021 var á fyrri hluta tuttugustu aldar, en á árunum 1993–1997 fóru að meðaltali rúm 2.600 hross út ár hvert.

Uppgefið meðalverð 916.000 krónur

Hagstofa Íslands heldur einnig utan um tölur tengdum útflutningi á hrossum gegnum tollskrárnúmer og hafa birt þær fyrir fyrstu tíu mánuði ársins 2022. Þar hefur útflutningur 1.465 hrossa verið gefinn upp og rúmir 1,3 milljarðar króna heildar FOB verð.

Deilt niður á fjölda blasir við að meðaltalið á uppgefnu verði er tæpar 916.000 krónur sem er mun hærra verð en árið áður þegar það var um 690.000 krónur.
Tollskrárnúmerin eru tvö, annars vegar „hreinræktaðir hestar til undaneldis“ og hins vegar „reiðhestar“. Meðalverðið í fyrrnefnda flokknum er um 1,2 milljónir króna en um 655 þúsund krónur í þeim síðari.

Ef litið er til einstakra landa er hæsta uppgefna meðalverðið fyrir hross sem fóru til Svíþjóðar rúmar þrjár milljónir króna. Lægst er verðið fyrir hross sem fóru til Belgíu, en þar virðist 148.960 krónur vera algeng tala.

Skylt efni: útflutningur hrossa

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...