Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Spuni frá Vesturkoti hlaut Sleipnisbikarinn á síðasta Landsmóti, 2018, í Reykjavík
Spuni frá Vesturkoti hlaut Sleipnisbikarinn á síðasta Landsmóti, 2018, í Reykjavík
Fréttir 7. júlí 2022

Fjölhæfir afkvæmafeður

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Spuni frá Vesturkoti á flest afkvæmi í keppnishluta Landsmóts hestamanna í ár.

Alls koma 15 afkvæmi hans fram í gæðinga­ eða íþróttahluta mótsins. Stáli frá Kjarri á næstflest afkvæmi, fjórtán talsins. Þá er Arður frá Brautarholti einnig atkvæðamikill gæðingafaðir, en þrettán afkvæmi hans eru skráð til leiks. Loki frá Selfossi á einnig þrettán afkvæmi á mótinu en auk þess mun hann sjálfur spreyta sig í B flokki gæðinga.

Ellefu afkvæmi Óms frá Kvistum mæta í keppnisbrautina og tíu afkvæmi heiðursverðlaunastóðhestsins Álfs frá Selfossi. Trymbill frá Stóra­ Ási á einnig tíu afkvæmi í hópi keppnishesta og mun sjálfur koma fram í gæðingaskeiði.

Sex mætir stóðhestar eiga átta afkvæmi í keppnishluta mótsins, þeir Arion frá Eystra­-Fróðholti, Framherji frá Flagbjarnarholti, Gaumur frá Auðsholtshjáleigu, Hágangur frá Narfastöðum, Hrannar frá Flugumýri II og Hróður frá Refsstöðum.

Skylt efni: afkvæmahestar

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...