Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Fjöreggið sem sett verður upp á Súgandisey er hugsað sem kennileiti fyrir Stykkishólm og sem glettinn, gamansamur og óvæntur áningarstaður til að njóta Súgandiseyjar og útsýnisins yfir Breiðafjörð og eyjarnar.
Fjöreggið sem sett verður upp á Súgandisey er hugsað sem kennileiti fyrir Stykkishólm og sem glettinn, gamansamur og óvæntur áningarstaður til að njóta Súgandiseyjar og útsýnisins yfir Breiðafjörð og eyjarnar.
Fréttir 9. apríl 2021

Fjöregg, sett upp í Súgandisey, verður nýtt kennileiti í Stykkishólmi

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Fjöregg, nýtt kennileiti fyrir Stykkishólm, verður sett upp á Súgandisey, en Stykkishólmsbær fékk tæpar 25 milljónir króna úr Framkvæmdasjóði ferðamanna til að gera deiliskipulag og við gerð útsýnissvæðis á Súgandisey.

Efnt var til samkeppni á liðnu ári og varð tillagan Fjöregg hlut­skörpust í þeirri keppni. Útsýnissvæði á Súgandisey er sérstakt áherslu- og forgangsverkefni Áfangastaðaáætlunar Vesturlands.

Fyrst og fremst er Fjöregg hugsað sem kennileiti fyrir Stykkishólm og sem glettinn, gamansamur og óvæntur áningarstaður til að njóta Súgandiseyjar og útsýnisins yfir Breiðafjörð og eyjarnar.

Staðsetningin Fjöreggsins, sem er útsýnisskúlptúr, og í senn útsýnispallur, upplifunar- og áfanga­staður, verður á klettasnösinni austan megin á eyjunni.

Fjöreggið sækir form sitt og tilurð í margbrotið fuglalíf Breiðafjarðar þar sem nytjar eggs og fugls voru fjöregg Breiðfirðinga þannig að aldrei skorti mat, segir í greinargerð með verkinu. Í þjóðsögum geymir fjöreggið lífið og gæfuna. Fjöreggið í Súgandisey mun vega salt á egginni til að árétta að ekki sé fýsilegt að leika sér að fjöreggi náttúrunnar.

Vinsælasti viðkomustaðurinn á Stykkishólmi

Undanfarin ár hefur staðið yfir uppbygging á Súgandisey þar sem unnið hefur verið að skipulagi og úrbótum ýmiss konar svo sem með lagningu stíga og tröppugerðar. Eyjan er einn vinsælasti viðkomustaðurinn á Stykkishólmi en brýn þörf hefur skapast á endurskoðun á skipulagi eyjarinnar, ekki síst út frá þeirri staðreynd að eyjan hefur orðið fyrir óæskilegum ágangi, sér í lagi villustígum sem víða liggja, segir í frétt á vefsíðu Stykkishólms. Áhersla í endurskipulagningu er lögð á að útivist í eyjunni fari saman við náttúruupplifun, ánægju ferðamanna og nauðsynlega vernd náttúrunnar. Því til viðbótar er lögð áhersla á að umgengni taki mið af sjálfbærni, þolmörkum svæðisins og að umferð um eyjuna verði í takt við náttúruna. 

Skylt efni: Stykkishólmur

Rjúpan stygg í snjóleysi
Fréttir 26. nóvember 2024

Rjúpan stygg í snjóleysi

Áki Ármann Jónsson, formaður Skotvís, segir rjúpnaveiðina fara vel af stað. Fugl...

Afleysing ekki fáanleg
Fréttir 26. nóvember 2024

Afleysing ekki fáanleg

Axel Páll Einarsson, kúabóndi á Syðri-Gróf í Flóahreppi, þurfti að fara í aðgerð...

Tók við dýraleifum af öllu höfuð­borgarsvæðinu og Suðurlandi
Fréttir 26. nóvember 2024

Tók við dýraleifum af öllu höfuð­borgarsvæðinu og Suðurlandi

Kjötmjölsverksmiðjan Orkugerðin í Flóanum náði að taka við öllum sláturúrgangi o...

Heildargreiðslumark 152 milljón lítrar
Fréttir 26. nóvember 2024

Heildargreiðslumark 152 milljón lítrar

Framkvæmdanefnd búvörusamninga leggur til við matvælaráðherra að heildargreiðslu...

Bleik slær Íslandsmet
Fréttir 25. nóvember 2024

Bleik slær Íslandsmet

Kýrin Bleik 995 á Gautsstöðum á Svalbarðsströnd hefur mjólkað mest allra íslensk...

Kjötmjöl og kúamykja betri áburðargjafi á eldri tún
Fréttir 25. nóvember 2024

Kjötmjöl og kúamykja betri áburðargjafi á eldri tún

Bræðurnir Ísak og Logi Jökulssynir á Ósabakka á Skeiðum gerðu áburðartilraunir þ...

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...