Fjórtán ára meðhjálpari í Saurbæjarkirkju
Tryggvi Sveinn Eyjólfsson er yngsti meðhjálpari landsins því hann er aðeins 14 ára gamall.
Hann býr á Patreksfirði en þjónar sem meðhjálpari í Saurbæjarkirkju á Rauðasandi í Patreksfjarðarprestakalli hjá sr. Kristjáni Arasyni sóknarpresti.
Faðir Tryggva Sveins og afi voru líka meðhjálparar á Rauðasandi og er Tryggvi Sveinn því þriðji ættliður og sá yngsti er tekur við keflinu. Þá var móðurafi hans prestur í Stafholti í Borgarfirði, sr. Brynjólfur Gíslason.