Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Búast má við að sólarorkupanelar verði mun víðar hérlendis í framtíðinni og er ríkið hvatt til að ganga þar á undan með góðu fordæmi.
Búast má við að sólarorkupanelar verði mun víðar hérlendis í framtíðinni og er ríkið hvatt til að ganga þar á undan með góðu fordæmi.
Mynd / CommonSence
Fréttir 22. maí 2024

Fleiri kostir, meiri sveigjanleiki og bætt nýtni það sem koma skal

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Út er komin skýrslan Bætt orkunýtni og ný tækifæri til orkuöflunar. Hún hefur að geyma um 50 tillögur sem m.a. snúa að sólarorku, sjávarorku, smávirkjunum fyrir vatnsafl, varmadæluvæðingu á smærri og stærri skala, bættri orkunýtni og sveigjanlegri orkunotkun.

Í skýrslunni Bætt orkunýtni og ný tækifæri til orkuöflunar segir að mikil gerjun eigi sér stað á orkumarkaði á Íslandi og að landsmenn þurfi að hafa sig alla við til að brjóta niður huglæga múra fyrir nýjum lausnum í orkuöflun og nýtingu hennar. Raforkuverð hérlendis sé það lágt að nýir orkukostir eigi erfitt uppdráttar í samkeppni við þá sem fyrir eru, vegna stofnkostnaðar og lágs söluverðs raforku. Þrátt fyrir það búi ákveðin svæði og landshlutar við hærra orkuverð en er ásættanlegt og mikilvægt sé að jafna orkukostnað hérlendis. M.a. sé mikilvægt að auðvelda bændum og landeigendum að virkja bæjarlækinn og nýta heimavirkjanir.

„Með slíkum aðgerðum gætu orðið til orkusamfélög sem gætu orðið sjálfstæðar eyjar í raforkukerfinu og sjálfar sér nægar um raforku. Kaup og sala raforku með tengingu inn á flutnings- og dreifikerfið er afar mikilvæg fyrir þessa aðila og þarf tenging að fást fyrir lægri kostnað en nú er,“ segir í skýrslunni. Varmadæluvæðing á landsbyggðinni spari mikla raforku og sé afar góður kostur til húshitunar.

Starfshópurinn telur að til að flýta fyrir orkuskiptum og nýjum orkukostum verði að einfalda leyfis- og umsóknarferla, sem nú taki of langan tíma.

Orkusalar bjóði sveigjanleika í gjaldskrá

Áréttuð er í skýrslunni nauðsyn þess að vekja almenning til umhugsunar um bætta orkunýtingu og hvetja orkusala til að bjóða upp á sveigjanleika í gjaldskrá, sem hvetji til betri orkunýtingar og álagsstýringar.

„Aflnotkun innan dagsins í almenna raforkukerfinu getur sveiflast um 200 MW og árstíðasveiflan milli júlí og desember er einnig um 200 MW, en til að setja það í samhengi þá er uppsett afl Hellisheiðarvirkjunar, næststærstu virkjunar landsins, um 300 MW í rafmagni. Það er því mikilvægt að leita leiða til að fletja út orkukúrfuna yfir daginn og lengja nýtingartíma flutnings- og dreifikerfisins með hagrænum hvötum og aukinni samkeppni
orkusala,“ segir í skýrslunni.

Liðka fyrir endursölu glatvarma

Fram kemur einnig að stórir aðilar á raforkumarkaði séu að nýta glatvarma frá iðnaði og varmaskipta til að bæta nýtingu og notkun á heitu vatni. Fiskimjölsverksmiðjur hafi tækifæri til afhendingar glatvarma meðan þær eru í gangi nokkrar vikur eða mánuði á ári og í Vestmannaeyjum sé slíkur glatvarmi t.d. nýttur til húshitunar.

„Tryggja þarf að engar hindranir séu fyrir endursölu á glatvarma í formi raforku og heits vatns til að bæta nýtingu og auka framboð orku, en slík orka getur nýst m.a. sundlaugum í sveitarfélögum og til húshitunar, ein sér eða með öðrum orkugjöfum,“ segir jafnframt.

„Orkustofnun verði falið að vinna greinargerð og fylgjast með þróun og stöðu á nýtingu sjávarorku í öðrum ríkjum,“ segir í nýju orkuskýrslunni. Myndin er af einni útfærslu Jóns Kristinssonar á úthafsölduvirkjun. Mynd / De ontwikkeling van een Golf en Deining Centrale, 2013-2021/Jón Kristinsson.

Annað en vatnsafl +10 MW, jarðvarmi og vindur

Umhverfis-, orku- og loftslags- ráðherra skipaði starfshópinn til að kanna helstu leiðir til bættrar orkunýtingar og orkuöflunar, með hliðsjón af sviðsmyndum um aukna orkuþörf vegna markmiða ríkisstjórnarinnar um full orkuskipti 2040. Var starfshópnum falið að skoða sérstaklega aðra orkukosti en þá sem felast í vatnsafli yfir 10 MW, jarðvarma og vindi og standa utan rammaáætlunar, með áherslu á sólarorku/birtuorku, sjávarorku og smávirkjanir fyrir vatnsafl. Jafnframt að skoða bætta orkunýtni og sveigjanlegri orkunotkun, m.a. varmadæluvæðingu og jarðhitaleit til að draga úr notkun raforku til húshitunar á rafhituðum svæðum. Um 10% landsmanna búa nú á rafhituðum svæðum þar sem ekki eru hitaveitur sem nýta jarðvarma.

Starfshópinn skipuðu þau Ásmundur Friðriksson alþingismaður, Gunnlaug Helga Ásgeirsdóttir, MSc. í sjálfbærum orkuvísindum og Lilja Rafney Magnúsdóttir, fv. alþingismaður. Starfsmaður hópsins var Hreinn Hrafnkelsson, sérfræðingur í umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu. Skýrslan er aðgengileg á vef ráðuneytisins.

Skylt efni: orkumál

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...