Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Fóðurfyrirtækin tilkynna verðlækkun um áramót
Mynd / Bbl
Fréttir 30. desember 2016

Fóðurfyrirtækin tilkynna verðlækkun um áramót

Höfundur: Tjörvi Bjarnason

Fóðurfyrirtækin hafa á síðustu dögum og vikum tilkynnt um verðbreytingar á fóðri. Ástæðurnar liggja í sterku gengi íslensku krónunnar sem gerir það að verkum að innflutt hráefni er ódýrara en áður. Lækkun á síðustu vikum er á bilinu 2-7%.

Um áramótin lækkar verð á kúafóðri hjá Bústólpa. Lækkunin nemur 2% á sojamjölsríkum blöndum segir í fréttatilkynningu. Fiskimjölsblöndur Bústólpa lækka minna þar sem um innlend hráefni er að ræða.

Fóðurblandan kynnti fyrr í mánuðnum að viðskiptavinir hennar héldu áfram að njóta góðs af styrkingu krónunnar. Þar lækkaði fóðurverð 5. des. sl. um 2%, þó misjafnt eftir tegundum. Eftir þessa verðlækkun hefur verð á kúafóðri Fóðurblöndunnar lækkað frá 21% til 26% á síðustu þremur árum.

Landstólpi lækkaði fóðurverð um 7% í byrjun desember.

Um áramót mun Lífland lækka verð á öllu kjarnfóðri um 2%. Skýrist lækkunin nú fyrst og fremst af styrkingu krónunnar gagnvart erlendum gjaldmiðlum, segir á vef Líflands.

SS lækkaði verð á óerfðabreyttu fóðri 1. des. Kúafóður lækkaði um 2,5 – 3% og kálfa- og nautaeldisfóður lækkaði um 3%. SS lækkaði síðast fóðurverð 1.október síðastliðinn og er þetta fjórða verðlækkunin á einu ári að þeirra sögn. Lækkunin nemur allt að 15,5% á óerfðabreyttu kúafóðri SS á þessu timabili.

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum
Fréttir 16. júlí 2024

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum

Þrátt fyrir að meira en ár er liðið frá síðustu sendingu kjúklingakjöts frá Úkra...

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...