Förgun áhættuúrgangs
Búnaðarþing 2016 hefur samþykkt ályktun um brennslu á áhættuúrgangi úr dýrum.
Í ákyktuninni segir að við endurskoðun á reglum um förgun áhættuúrgangs úr dýrum (áhættu flokkur 1) verði tryggð aðkoma samtaka bænda til að tryggja þeirra hagsmuni.
Leitað verði samstarfs við Samband íslenskra sveitarfélaga, Umhverfis- og auðlindaráðuneyti, Matvælastofnun og umhverfisstofnun þegar unnið verður að lausn málsins.
Í greinargerð með ályktuninni segir að eftir 1. september næst komandi verði sláturhúsum bannað að urða úrgang úr dýrum sem telst til áhættuflokks 1 (Áhættuvefir sem falla til í sláturhúsum og óflokkaðar dýraleifar á urðunarstöðvum sveitarfélaga) og þurfa frá þeim degi að senda slíkan úrgang til brennslu, að óbreyttu. Í dag er ekki völ á annarri brennslu en hjá Kölku sorpeyðingastöð Suðurnesja og flutningskostnaður því mikill þegar úrgangurinn fellur til í öðrum landshlutum.