Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Katrín Jakobsdóttir og Svandís Svavarsdóttir
Katrín Jakobsdóttir og Svandís Svavarsdóttir
Fréttir 26. janúar 2024

Forsætisráðherra stýrir í fjarveru Svandísar

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra er farin í tímabundið veikindaleyfi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun stýra ráðuneytinu á meðan veikindaleyfi Svandísar stendur.

Svandís Svavarsdóttir matvæla­ráðherra birti tilkynningu um að hún væri komin í veikindaleyfi á Facebook­síðu sinni 22. janúar og kom tilkynningin flestum mjög á óvart. Hún hafði upplýst fjölskyldu sína og Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um veikindin áður en færslan var birt.

Hinn sama dag mælti Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, fyrir tillögu til þingsályktunar um vantraust á Svandísi. Byggði vantrauststillagan á þeirri niðurstöðu umboðsmanns Alþingis að ákvörðun Svandísar um að stöðva hvalveiðar tímabundið sl. sumar hefði ekki átt sér nægjanlega stoð í lögum.

Inga dró vantrauststillöguna samdægurs til baka eftir að ljóst var að matvælaráðherra væri komin í veikindaleyfi. Flutningsmenn tillögunnar, auk Ingu, voru allir úr Flokki fólksins, þau Ásthildur Lóa Þórsdóttir, Eyjólfur Ármannsson, Guðmundur Ingi Kristinsson, Jakob Frímann Magnússon og Tómas A. Tómasson.

Forsætisráðherra hleypur í skarðið

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun gegna störfum matvælaráðherra á meðan veikindaleyfinu stendur, að því er fram kemur hjá Stjórnarráðinu. Hún lét hafa eftir sér að verkefnum ráðuneytisins yrði forgangsraðað og að hún myndi sinna því sem nauðsyn bæri til meðan línur skýrist.

Á annan tug þingmála, frumvörp og tillögur til þingsályktana eru á borði matvælaráðherra fyrir vorþingið, sbr. útgefna þingmálaskrá. Þar á meðal varðandi breytingu á opinberu eftirliti með matvælum og breytingu á lögum um velferð dýra hvað eftirlit varðar. Flest beinast þingmálin þó að sjávarútvegi.

Ekki tilefni til aðgerða

Að morgni 22. janúar birti Svandís einnig færslu á Facebook þar sem hún ræðir álit umboðsmanns Alþingis vegna stöðvunar hennar á hvalveiðum sl. sumar. Þar kemur m.a. fram að ekki sé tilefni til sérstakra aðgerða vegna álitsins samkvæmt lögfræðiáliti úr matvælaráðuneytinu. Hún hyggist engu að síður gera tvennt:

Annars vegar að „fela óháðum aðila að fara yfir stjórnsýslu og lagaumgjörð hvalveiða, þ.m.t. alþjóðlegar skuldbindingar ríkisins, og valdheimildir stjórnvalda á þeim grundvelli. Álitsgjafi verði jafnframt beðinn um að gera tillögur að úrbótum eftir því sem við á, og eftir atvikum tillögur að breytingum á lögum.“

Hins vegar að „fela ríkislögmanni að leggja mat á framkomið erindi Hvals hf. þar sem félagið óskar eftir viðræðum við ríkið um mögulegt uppgjör vegna álitsins.“ Þetta geri hún til að undirstrika mikilvægt eftirlitshlutverk umboðsmanns Alþingis.

Mögulegur milliliður í kjötinnflutningi
Fréttir 17. júlí 2024

Mögulegur milliliður í kjötinnflutningi

Ýmislegt bendir til þess að fyrirtækið Háihólmi sé milliliður í innflutningi Kau...

Hestamennska gefur lífinu lit
Fréttir 17. júlí 2024

Hestamennska gefur lífinu lit

Það gustaði um hross kennd við Vöðla í Rangárþingi ytra á Landsmóti hestamanna.

Skrifað undir landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu
Fréttir 17. júlí 2024

Skrifað undir landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu

Skrifað var undir nýja landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu í Hörpu á mánudag...

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum
Fréttir 16. júlí 2024

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum

Þrátt fyrir að meira en ár er liðið frá síðustu sendingu kjúklingakjöts frá Úkra...

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.