Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Fræðslufundur um breytingar á reglum um innflutning á búvöru til landsins
Mynd / Matvælastofnun
Fréttir 4. desember 2019

Fræðslufundur um breytingar á reglum um innflutning á búvöru til landsins

Höfundur: smh

Matvælastofnun stóð fyrir opnum fræðslufundi 28. nóvember um breyttar reglur um innflutning á hráu ófrosnu kjöti, ferskum eggjum og ógerilsneyddri mjólk til Íslands frá Evrópska efnahagssvæðinu. Markmið fundarins var að upplýsa um þær reglur sem taka gildi um áramótin og þær kröfur sem innflutningsaðilar og dreifingaraðilar þurfa að uppfylla. Sérstaklega var farið yfir ákvæði um viðbótartryggingar vegna salmonellu og sérreglur um kampýlóbakter.

Í upphafi ársins samþykkti Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) heimild Íslands til að beita reglum um viðbótartryggingar vegna salmonellu í innfluttu kjúklinga- og kalkúnakjöti og eggjum. Viðbótartrygging vegna salmonellu í innfluttu svína- og nautakjöti var svo samþykkt á fundi sameiginlegu EES-nefndarinnar 25. október síðastliðinn.

Húsfyllir var á fundinum. Upptaka og glærur frá fundinum hafa verið birtar á vef stofnunarinnar.

Upptaka frá fræðslufundinum

 

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...