Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Vegurinn umn Þverárfjall.
Vegurinn umn Þverárfjall.
Fréttir 15. nóvember 2021

Framkvæmdaleyfi gefið út fyrir Þverárfjallsveg

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Skipulagsfulltrúi Blönduósbæjar og Skagabyggðar hefur gefið út framkvæmdaleyfi framkvæmda við Þverárfjallsveg í Refasveit og Skagastrandarveg um Laxá.

Framkvæmdin felur í sér byggingu nýs Þverárfjallsvegar frá Hringvegi austan við Blönduós að núverandi Þverárfjallsvegi skammt sunnan við núverandi brú á Laxá. Einnig verður byggður vegur norðaustur frá nýjum Þverárfjallsvegi, yfir nýja brú yfir Laxá og inn á núverandi Skagastrandarveg norðan við Höskuldsstaði.

Um er að ræða lengingu á Þverár­fjallsvegi um 8,5 km og tengingu við Skagastrandarveg upp á 3,3 km. Vegurinn verður af vegtegund C8, átta metra breiður með sjö metra breiðu slitlagi. Brú yfir Laxá í Refasveit verður 109 metra löng, tíu metra breið með níu metra breiðri akstursbraut. Einnig verða gerðar nýjar heimreiðar að bæjum á leið vegarins. Allt að sjö námur verða notaðar í nágrenni vegstæðisins að því er fram kemur í frétt á vefsíðu Blönduósbæjar.

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...