Framkvæmdasjóður ferðamannastaða: Fimmtán verkefni fá samtals 200 milljónir króna
Í morgun var tilkynnt um að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefði ráðstafað 200 milljón króna viðbótarfjármagni til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða fyrir þetta ár. Fimmtán verkefni á landsbyggðinni bætast nú við, en í mars var 501,5 milljónum króna úthlutað til 33 verkefna.
Ákvörðunin um þetta viðbótarfjármagn er hluti af sérstöku tímabundnu fjárfestingarátaki stjórnvalda vegna COVID-19, til að hraða uppbyggingu innviða á ferðamannastöðum um allt land til að stuðla að öryggi ferðamanna og verndun náttúru landsins.
Verkefnin sem nú hljóta styrki eru flest á Norð-Austurlandi, eða 43 prósent, og á Suðurlandi eru 28 prósenta verkefna. Þau eru eftirtalin:
Umsækjandi |
Upplýsingar um verkefnið |
Landsvæði |
Styrkupphæð |
Hjarðarhagi ehf |
Torfhúsin í Hjarðarhaga: Bætt |
Austurland |
1.243.100 |
Skógræktarfélag Reykjavíkur |
Tengileið Mógilsá - |
Höfuðborgarsvæðið |
17.000.000 |
Akureyrarbær |
Stígagerð og brúun í |
Norðurland eystra |
21.485.000 |
Langanesbyggð |
Hafnartangi á Bakkafirði - |
Norðurland eystra |
30.000.000 |
Norðurþing |
Bifröst við Heimskautsgerði - |
Norðurland eystra |
35.000.000 |
Sveitarfélagið Hornafjörður |
Göngu- og hjólastígur milli |
Suðurland |
12.000.000 |
Vestmannaeyjabær |
Markviss uppbygging |
Suðurland |
6.180.000 |
Vestmannaeyjabær |
Lagfæringar á gönguleið í |
Suðurland |
13.000.000 |
Fannborg ehf |
Áningarstaður við Gýgjarfoss |
Suðurland |
2.412.620 |
Katla Jarðvangur ses. |
Aukið öryggi við útsýnisstopp |
Suðurland |
3.512.800 |
Skálholt |
Þorláksleið, |
Suðurland |
19.000.000 |
Suðurnesjabær |
Aðkomusvæði við |
Suðurnes |
11.680.000 |
Suðurnesjabær |
Göngustígur frá Kirkju að höfn |
Suðurnes |
3.040.000 |
Eyja-og Miklaholtshreppur |
Útisvæði við Gestastofu |
Vesturland |
7.607.000 |
Dalabyggð |
Minningarreitur um |
Vesturland |
16.158.307 |