Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Byggðin mun falla vel að landslaginu og landhalli á svæðinu nýttur til að allar íbúðir hverfisins njóti mikils útsýnis.
Byggðin mun falla vel að landslaginu og landhalli á svæðinu nýttur til að allar íbúðir hverfisins njóti mikils útsýnis.
Fréttir 3. maí 2022

Framkvæmdir við nýtt Ölduhverfi í landi Kropps hefjast í sumar

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Skrifað hefur verið undir samning um uppbyggingu nýs íbúðahverfis, Ölduhverfis, í landi Kropps í Eyjafjarðarsveit. Nýja hverfið verður hluti af þéttbýliskjarnanum við Hrafnagil, en þar er að finna alla helstu þjónustu sveitar­félagsins, s.s. leik- og grunn­­skóla, sundlaug, íþróttahús og skrifstofu Eyjafjarðarsveitar. Byggð­ar verða 200 nýjar íbúðir í hverfinu. Til viðbótar verður íbúðum í Hrafnagilshverfi fjölgað verulega.

Finnur Yngvi Kristinsson, sveitarstjóri í Eyjafjarðarsveit, segir að Ölduhverfi verði mikilvæg viðbót við þá uppbyggingu sem átt hefur sér stað í Hrafnagilshverfi og rími vel við þá stefnu sveitarfélagsins að byggt sé upp í og við þann þéttbýliskjarna. Þegar framkvæmdum í Ölduhverfi lýkur auk þeirra svæða annarra í Hrafnagilshverfi er búist við að í allt verði um 400 íbúðir í boði í þéttbýliskjarnanum og íbúar í allt um 900 talsins. Nú eru þar fyrir um 80 íbúðir en fyrir liggur að fjöldinn mun tvöfaldast með nýju deiliskipulagi sem er í auglýsingu.

Sveitarfélagið er sjálft að hefja viðamikla uppbyggingu í innviðum sínum með byggingu á nýjum leikskóla og metnaðarfullum endurbótum á Hrafnagilsskóla, bókasafni sveitarfélagsins og íþróttaaðstöðu fyrir almenning. Mikilvægt sé að sjá fram í tímann hvernig byggð þróist en Ölduhverfi sé stór partur af því.

Um 200 íbúðir verða byggðar í Ölduhverfi og má gera ráð fyrir að íbúarnir verði um 500 í allt þegar hverfið verður fullbyggt.

Um 500 íbúar í fullbyggðu hverfi

Finnur Yngvi segir að Ölduhverfi muni auka breidd þeirra búsetukosta sem í boði eru í sveitarfélaginu „en íbúðirnar virðast vera fjölbreyttar og henta mjög vel, hvort sem er fyrir þá sem eru að byrja að búa, fjölskyldufólk eða eldri íbúa sveitarfélagsins,“ segir hann. Í fullbúnu hverfi verða um 200 íbúðir.

Gert er ráð fyrir að framkvæmdir við Ölduhverfi hefjist síðari hluta þessa árs. Uppbyggingin verður í einkaframkvæmd, þar er átt við uppbyggingu og lagningu innviða, s.s. gatna- og stígagerð og fráveitukerfi. Að þeirri uppbyggingu lokinni mun Eyjafjarðarsveit taka við og eignast opin svæði, lóðir, götur, gangstíga og aðra þá innviði sem tilheyra rekstri sveitarfélaga og annast viðhald þeirra til frambúðar.

Finnur Yngvi Kristinsson, sveitarstjóri í Eyjafjarðarsveit, og Viðar Helgason, talsmaður Ölduhverfis, undirrita samning um uppbyggingu Ölduhverfis í landi Kropps skammt norðan við Hrafnagil í Eyjafjarðarsveit.

Hverfið er umlukið skógi

Í nýja hverfinu er gert ráð fyrir lágri byggð eins til tveggja hæða húsa, einbýlis-, par- og raðhúsum ásamt litlum sex til átta íbúða fjölbýlishúsa. Byggðin mun falla vel að landslaginu og landhalli á svæðinu verður nýttur til að allar íbúðir hverfisins njóti mikils útsýnis.Góð aðstaða verður í hverfinu fyrir þá sem kjósa rólegt og fallegt umhverfi og njóta um leið góðrar aðstöðu til útivistar. Hverfið er að mestu umlukið skógi, en á undanförnum árum hefur verið staðið fyrir umfangsmikilli skógrækt á svæðinu á rúmlega 100 hektara svæði. Stórt opið svæði er í miðju hverfinu sem einnig tengist fjölbreyttum skógarstígum og vinsælum hjóla- og göngustíg milli Akureyrar og Hrafnagils.

Skylt efni: Eyjafjarðarsveit

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...