Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Framlagið bætir stöðuna en leysir ekki alla fjárþörfina
Fréttir 16. janúar 2018

Framlagið bætir stöðuna en leysir ekki alla fjárþörfina

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
„Alþingi tók tillit til athugasemda okkar, en í meðförum fjárlaganefndar var ákveðið að veita 400 milljónum króna aukalega til heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni. Það framlag bætir stöðuna talsvert þótt það leysi ekki alla fjárþörf þessara stofnana,“ segir Jón Helgi Björnsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðis­­stofnunar Norður­lands, HSN. 
 
Hann segir ekki liggja fyrir nú hvað hver og ein stofnun fær í sinn hlut af þessu fjármagni. Til viðbótar fái heilbrigðisstofnanir í landinu einnig 200 milljónir króna aukalega til tækjakaupa. „Almennt má segja að allar heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni finni fyrir auknu umfangi, sem m.a. má rekja til fjölgunar ferðamanna og einnig því að íbúar eru að eldast.“
 
Framkvæmdastjórn HSN lýsti vonbrigðum með fjárlagafrumvarp það sem leit dagsins ljós skömmu fyrir jól og sendi frá sér tilkynningu af því tilefni. Þar segir að í þeim auknu fjárframlögum sem ætluð eru til að styrkja rekstur heilbrigðisþjónustu í landinu sé litið framhjá heilbrigðisstofnuninni og í staðinn sett 20 milljóna króna hagræðingarkrafa á hana. 
 
Heilbrigðisstofnun Norðurlands veitir öfluga þjónustu á mörgum sviðum og reksturinn er í jafnvægi. Starfssvæði stofnunarinnar nær frá Blönduósi til Þórshafnar og sinnir hún allri heilsugæslu á því svæði. Íbúar eru rúmlega 35.000. Einnig er stofnunin með fjögur almenn sjúkrahús með 149 hjúkrunar-, sjúkra- og dvalarrýmum.
 
Minni sérfræðiþjónusta eykur álag á heilsugæslu
 
Fram kemur að líkt og annars staðar séu íbúar að eldast og skjól­stæðingar veik­ari þegar þeir út­skrifast af sjúkrahúsum. Samkvæmt lýðheilsuvísum landlæknis 2016 og 2017 séu marktækt fleiri íbúar á Norðurlandi sem meta bæði líkamlega og andlega heilsu sína slæma eða lélega samanborið við landsmeðaltal. Það sé staðreynd að aðgengi íbúa á Norðurlandi að sérfræðiþjónustu lækna sé mun minna en á höfuðborgarsvæðinu. Minni sérfræðiþjónusta eykur álag á heilsugæsluna og því sé nauðsynlegt að efla heilsugæslu og alla þjónustu í kringum hana fyrir íbúa á svæðinu. Til þess þurfi að veita auknum fjármunum m.a. til heimahjúkrunar og geðþjónustu og til að bæta aðgengi að læknum og öðru fagfólki.
 
Endurspegla ekki gefin loforð 
 
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar tekur í sama streng og hvetur til fjárveitingar til HSN, svo unnt verði að efla þjónustu stofnunarinnar, meðal annars við íbúa Skagafjarðar.
 
„Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki gegnir lykilhlutverki í samfélagi okkar hér í Skagafirði og þá grunnstoð má ekki veikja umfram það sem orðið er á undanförnum árum. Það framlag sem stofnuninni er ætlað í þeim fjárlögum sem nú hafa verið birt endurspeglar ekki þau loforð sem gefin voru fyrir kosningar og í stefnuræðu forsætisráðherra um eflingu heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni,“ segir í bókun frá  Sveitarfélaginu Skagafirði. Jafnframt er bent á að stjórnvöld á hverjum tíma verði að leitast við að aðgengi landsmanna að heilbrigðisþjónustu sé sem jafnast, óháð búsetu.
 
Þjónustuþörf hefur aukist
 
Sveitarstjórn Norðurþings skorar einnig á heilbrigðisráðherra og alþingismenn að bregðast við og sjá til þess að á Norðurlandi verði innviðir styrktir og heilbrigðisþjónusta efld með sama hætti og annars staðar.
Bent er á að í sáttmála ríkisstjórnar sé sérstök áhersla lögð á heilbrigðismál og að allir landsmenn óháð búsetu eigi að njóta góðrar þjónustu í heilbrigðiskerfinu. 
 
Norðurþing hvetur til þess að vikið verði alfarið frá hagræðingarkröfunni og fjárheimildir auknar með áþekkum hætti og ráðgert er fyrir höfuðborgarsvæðið. Þjónustuþörfin hefur aukist verulega bæði vegna aðstæðna á starfssvæði heilbrigðisstofnunarinnar, svo sem fjölgun íbúa og breyttri aldurssamsetningu, en einnig vegna þjónustu við sívaxandi fjölda ferðamanna. Þá vill sveitarstjórn einnig benda á nauðsyn þess að Sjúkrahúsið á Akureyri verði eflt til þjónustu við íbúa með sambærilegum hætti og Landspítalinn, enda gegnir það afar mikilvægu hlutverki í heilbrigðisþjónustu íbúa á norðanverðu Íslandi. 
Melrakki rannsakaður í krók og kring
Fréttir 4. nóvember 2024

Melrakki rannsakaður í krók og kring

Nú stendur yfir rannsókn á stofngerð íslensku tófunnar og stöðu hennar á þremur ...

Samvinna fremur en samkeppni
Fréttir 4. nóvember 2024

Samvinna fremur en samkeppni

Rétt neðan við afleggjara Landeyjahafnarvegar stendur reisulegt hús með gömlu ís...

Vörður staðinn um lífríki Látrabjargs
Fréttir 1. nóvember 2024

Vörður staðinn um lífríki Látrabjargs

Staðfest hefur verið stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Látrabjarg. Markmið henn...

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar
Fréttir 1. nóvember 2024

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun birti þann 18. október til umsagnar matsáætlun fyrir mat á umhv...

Verður forstjóri til áramóta
Fréttir 31. október 2024

Verður forstjóri til áramóta

Auður H. Ingólfsdóttir, sem gegnt hefur starfi sviðsstjóra loftslagsmála og hrin...

Samvinna ungra bænda
Fréttir 31. október 2024

Samvinna ungra bænda

Stjórnir ungbændahreyfinga á öllum Norðurlöndunum eiga í stöðugum samskiptum til...

Vilja reisa mannvirki
Fréttir 30. október 2024

Vilja reisa mannvirki

Linde Gas ehf. hefur óskað eftir deiliskipulagsbreytingu á lóð sinni á Hæðarenda...

Vegurinn áfram mun ráðast af nýliðun og nýsköpun
Fréttir 30. október 2024

Vegurinn áfram mun ráðast af nýliðun og nýsköpun

Nýliðun, afkomutrygging, nýsköpun, fæðuöryggi og umhverfismál voru efst á baugi ...