Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Þótt alifuglakjötið hafi komist á toppinn í vinsældum hjá neytendum á síðustu árum, þá er salan á sauðfjárafurðum og svínakjöti ekki ýkja langt á eftir.
Þótt alifuglakjötið hafi komist á toppinn í vinsældum hjá neytendum á síðustu árum, þá er salan á sauðfjárafurðum og svínakjöti ekki ýkja langt á eftir.
Mynd / Bjarni Gunnar Kristinsson
Fréttir 27. ágúst 2015

Framleiða um 30 þúsund tonn af kjöti á ári

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Samkvæmt tölum Búnaðarstofu BÍ sem birtar eru á bls. 16 í Bændablaðinu í dag, þá var kjötframleiðslan á Íslandi frá ágúst 2014 til júlíloka 2015 samtals rúmlega 29.497 tonn. Var það aukning upp á 1,3% á milli ára, eða svipað og söluaukningin milli ára. 
 
Mest var framleitt af kindakjöti, eða rétt rúm 10 þúsund tonn, en þar á eftir kom alifuglakjöt, 8.368 tonn. Svínakjöt var síðan í þriðja sæti með tæplega 6.622 tonn. Eins voru framleidd tæplega 3.340 tonn af nautakjöti og tæplega 1.086 tonn af hrossakjöti. 
 
Meðaltalsaukning á þessu 12 mánaða framleiðslutímabili upp á 1,3% var haldið uppi af aukinni  framleiðslu á alifuglakjöti upp á 5,5% og aukinni framleiðslu á kinda- og svínakjöti upp á tæplega 2% í hvorri grein. Athygli vekur að á sama tíma varð verulegur samdráttur í hrossakjötsframleiðslunni eða sem nemur -12,2% og í nautakjötsframleiðslunni upp á -6,1%.
 
Verkfall skekkti myndina 
 
Ef tekin er staðan síðustu þrjá mánuði var samdrátturinn í hrossa- og nautakjötsframleiðslunni mun meiri, eða -31,2% í hrossakjötinu og -11,3% í nautakjötinu. Það skýrist væntanlega að einhverju leyti af verkfalli dýralækna.
 
Virðist verkfallið einnig hafa haft einhver áhrif á samdrátt í sölu á nautakjöti á sama tímabili upp á -15,1%, á hrossakjöti upp á -2,8% og á alifuglakjöti upp á -2,3%. Á þessu þriggja mánaða tímabili varð aftur á móti umtalsverð söluaukning á svínakjöti sem nam 12,3% og á kindakjöti upp á 6,6%. Þess ber þó að geta að salan á kindakjöti sýnir tölur yfir sölu afurðastöðva til kjötvinnsla og verslana, en ekki endanlega sölu til neytenda. 
 
Um 1,2% aukning í kjötsölunni 
 
Heildarsalan á kjöti á innanlandsmarkaði á tólf mánaða tímabili frá byrjun ágúst 2014 til loka júlí 2015, nam rúmum 24.518 tonnum. Er það söluaukning upp á 1,2% á milli ára. 
 
Er það tæpum 5.000 tonnum minna en heildarframleiðslan á sama tíma, en hluti af þeirri framleiðslu var seldur til útflutnings. 
 
Mest var selt af alifuglakjöti, eða rúmlega 7.976 tonn. Þá komu sauðfjárafurðir með 6.784 tonn og svínakjötssalan nam rúmlega 5.891 tonni. Nautakjötssalan nam rúmu 3.321 tonni og seld voru rúm 545 tonn af hrossakjöti. 
 
Hlutfallslega er mest selt af alifuglakjöti og er hlutdeildin þar 32,5%. Sauðfjárafurðir standa fyrir 27,7%, svínakjöt fyrir 24% og nautakjöt er með 13,5% hlutdeild. Hrossakjötið rekur svo lestina með 2,2% markaðshlutdeild. 

Skylt efni: kjötframleiðsla

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...