Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Eilítið fleiri íslensk hross fæðast í upprunalandinu en erlendis.
Eilítið fleiri íslensk hross fæðast í upprunalandinu en erlendis.
Mynd / Páll Imsland
Fréttir 7. mars 2022

Framleiðsla á hrossum minnkar

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Framleiðsla reið- og ræktunar­hrossa hefur minnkað bæði hérlendis og erlendis á undan­förnum tíu árum. Alls fæddust 11.076 folöld af íslenska hestakyninu árið 2020 en voru 17.146 talsins árið 2010.

Árið 2010 fæddust hér á landi 9.166 hross en áratug síðar, árið 2020, var fjöldi fæddra folalda 5.629 samkvæmt tölum WorldFengs, upprunaættbókar íslenska hestsins, sem heldur utan um skráningar á ræktunar- og reiðhrossum um allan heim. Samkvæmt tölunum hefur fæddum folöldum líka fækkað erlendis, voru 7.980 árið 2010 en árið 2020 voru þau 5.447 talsins. Fækkunin hefur átt sér stað jafnt og þétt síðasta áratuginn og er nokkur fylgni milli minnkandi framleiðslu hér heima og erlendis. Eilítið fleiri íslensk hross fæðast í upprunalandinu. Samkvæmt tölunum virðist hlutfall folalda fædd á Íslandi vera að hækka aftur eftir að það fór í fyrsta sinn niður fyrir 50% árið 2018.

Tölur gætu þó verið vanáætlaðar erlendis, þar sem reglur um skráningar hrossa í WorldFeng er ekki skilyrt fyrir hestahald margra landa, líkt og hér.Tölurnar gefa þó mynd af dreifingu íslenskra hrossa utan landsteinanna. Flest íslensk hross fæðast í Þýskalandi, að jafnaði yfir 2.200 talsins ár hvert. Danmörk er með næstflest skráð fædd folöld, kringum 1.600, og í Svíþjóð eru þau um 800 talsins. Hrossum fæddum í Noregi hefur fækkað mikið á 10 árum, voru 512 árið 2010 en 238 árið 2020. Hross fædd í Hollandi og Austurríki eru um og yfir 200 ár hvert í hvoru landi.

Ekki misræmi í skráningu

Hægt er að finna tölur Matvæla­stofnunar um sláturhross á síðastliðnum 4 árum á síðum þessa tölublaðs. Samkvæmt þeim komu 5.450 folöld fædd árið 2020 til slátrunar en 5.629 fæddust skv. ofangreindum tölum og virðist því vera einhvers lags misræmi milli talna. Svo reynist þó ekki vera, því samkvæmt reglugerðum MAST þurfa öll hross, eldri en 10 mánaða, að vera skráð í WorldFeng. Folöldum er alla jafna slátrað fyrir 10 mánaða.

Þá ber blóðbændum að skrá hryssur en ekki afkvæmi þeirra og er því örlítill hluti þeirra hrossa sem fara til slátrunar skráð í gagnagrunn upprunaættbókarinnar. /ghp

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...