Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Jaap ten Have (t.v.) og Orsolya Krupp (t.h.), fulltrúar Kuhn, komu til Íslands fyrir skemmstu. Bændablaðið ræddi við þau um framleiðslu landbúnaðartækja í því flókna umhverfi sem markaðurinn glímir við núna.
Jaap ten Have (t.v.) og Orsolya Krupp (t.h.), fulltrúar Kuhn, komu til Íslands fyrir skemmstu. Bændablaðið ræddi við þau um framleiðslu landbúnaðartækja í því flókna umhverfi sem markaðurinn glímir við núna.
Mynd / ÁL
Fréttir 6. desember 2022

Framleiðsla á krefjandi tímum

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Fyrir skemmstu komu tveir fulltrúar frá landbúnaðartækjaframleiðandanum Kuhn í heimsókn til Vélfangs sem fer með umboðið á Íslandi, í fyrsta sinn eftir að heimsfaraldrinum lauk.

Annar þeirra, Jaap ten Have, er útflutningsstjóri fyrir verksmiðju Kuhn í Gelderop í Hollandi, en Orsolya Krupp er svæðisstjóri fyrirtækisins í nokkrum löndum, þ.m.t. Íslandi. Þau segja að undanförnum misserum hafi fylgt ýmsar áskoranir við framleiðslu og sölu á vélum.

Kuhn er með tólf verksmiðjur og sérhæfir hver og ein sig í framleiðslu ákveðinna landbúnaðartækja. Áðurnefnd starfsstöð í Hollandi framleiðir m.a. rúllu- og pökkunarvélar. Þessar fabrikkur eru allar með útflutningsstjóra eins og Jaap, sem eru sérfræðingar í þeim vörum sem framleiddar eru á hverjum stað. Flestar verksmiðjur fyrirtækisins eru í Evrópu, en einnig er Kuhn með framleiðslu í Brasilíu og Norður-Ameríku.

Eins og áður segir er Orsolya svæðisstjóri, með höfuðstöðvar í Saverne í Frakklandi. Hún fylgist með mörkuðum og sölunni í þeim löndum sem hún sér um og vinnur náið með útflutningsstjórum eins og Jaap. Að auki við að hafa Ísland á sinni könnu, er hún fulltrúi Kuhn í Finnlandi, Svíþjóð, Sviss, Lúxemborg, Slóvakíu og Tékklandi.

Ókláraðar vélar söfnuðust upp

Helstu áskoranir síðustu ára voru áföll eins og heimsfaraldur, stríð og hækkandi orkuverð. Jaap segir að helstu örðugleikar verksmiðjunnar Gelderop hafi verið skert aðgengi að íhlutum. Starfseminni var allan tímann haldið gangandi og söfnuðust því upp birgðir af tækjum sem ekki var hægt að leggja lokahönd á. Þegar nauðsynlegir partar bárust þurfti að sækja ókláruðu vélarnar og flytja aftur inn í verksmiðjuna sem hafi flækt alla ferla.

Birgðahald var mjög flókið því sumir íhlutir héldu áfram að berast og því varð mikið ójafnvægi í lagerstöðu. Í venjulegu árferði forðast verksmiðjan að safna upp stórum lager af íhlutum, heldur eru pantanir skipulagðar þannig að hlutirnir komi um það leyti sem þeirra er þörf. Nú er ástandið orðið þannig að suma hluti þarf að panta með árs fyrirvara og verst sé ástandið á rafeinda- og tölvuhlutum.

Jaap gerir ráð fyrir að ekki muni leysast úr þessum flækjum næsta árið, en vonar að birti til eftir það. Allt þetta gerði það að verkum að fyrirtækið gat ekki staðið við afhendingartíma og fullnægt eftirspurn, sem þrátt fyrir allt var mjög mikil.

Verksmiðjur elta ekki orkuverð

Nú hefur orkuverð í Evrópu risið upp úr öllu valdi og segir Orsolya að verksmiðjan í Saverne hafi fundið fyrir því. Þar eru þrír bræðslukatlar sem þurfa jafnmikla orku og 10.000 íbúar borgarinnar. Þar sem verksmiðjur fyrirtækisins séu mjög sérhæfðar í því sem þær gera er ekki hlaupið að því að flytja framleiðsluna þangað sem orkuverð er lægra. Fyrirtækið hefur því þurft að aðlaga sig breyttu umhverfi. Vegna þess hversu stór hluti framleiðslukostnaðarins orkuverðið er, er stöðugt verið að leita leiða til að spara afl.

Kostnaður við gámaflutninga hefur aukist gífurlega og dregið hefur úr áreiðanleika. Orsolya segir að áður hafi verksmiðjurnar getað pantað tíu flutningavagna með skömmum fyrirvara og gengið að því vísu að minnst átta kæmu á tilsettum tíma. Nú sé ástandið hins vegar þannig að af tíu trukkum er ekki hægt að reikna með að fleiri en þrír komi þegar þeirra er von. Þannig að jafnvel þó svo að verksmiðjan sé tilbúin með sínar vörur, þá nær hún ekki að koma varningnum frá sér.

Jaap nefnir í þessu samhengi að flutningur á venjulegum gámi frá Hollandi til Ástralíu hafi kostað nærri 3.000 evrum áður – nú er verðið komið upp í 10.000 evrur.

Í september á síðasta ári var búið að fylla pöntunarbækur margra verksmiðja fyrir allt árið í ár. Núna eru pöntunarbækur næsta árs ekki fullar, en þau gera ráð fyrir að það gerist fljótlega. Mikilvægt sé því fyrir bændur að hugsa fram í tímann og panta tímanlega. „Ef þú ert búinn að missa af skipinu, þá kemur það næsta ekki fyrr en á næsta ári,“ segir Jaap.

Aðspurð um hvernig þau sjái þróun landbúnaðartækja á næstu árum fyrir sér segja þau að markaðurinn sækist eftir auknum afköstum. Í þessu dæmi nefnir Jaap sölu dráttarvéla. Þróunin þar hefur verið sú að aflið eykst stöðugt. Hins vegar þegar horft er yfir heildarfjölda þeirra hestafla sem eru í notkun, þá helst það nokkuð stöðugt. Með öðrum orðum þá eru færri traktorar sem sinna sömu afköstum og áður.

Skylt efni: landbúnaðartæki

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...