Framleiðsla á nautgripakjöti komin yfir 4.000 tonn
Samkvæmt yfirliti frá Búnaðarmálaskrifstofu MAST var framleiðsla á nautgripakjöti rétt rúmlega 4.000 tonn síðast liðna tólf mánuði, maí 2015 til apríl 2016, sem er 16,8% aukning frá árinu á undan.
Á heimasíðu Landsambands kúabænda segir að salan á sama tímabili hafi verið 3.970 tonn, sem er aukning um 15,1% frá fyrra ári.
Framleiðslan afurða skiptist þannig að ungnautakjöt var 2.336 tonn, sem er aukning um 14,3%, kýrkjöt var 1.606 tonn, sem er aukning um 19% frá fyrra ári, ungkálfar voru 47 tonn, sem er aukning um 57% frá árinu áður og alikálfar voru 17 tonn, sem er rúmlega tvöföldun frá síðasta ári.
Fyrstu þrjá mánuði ársins 2016 var innflutningur nautgripakjöts rúmlega 68 tonn, sem er 38% samdráttur frá síðasta ári, þegar innflutningurinn var rúm 111 tonn á fyrsta ársfjórðungi.