Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Framleiðsla á nautgripakjöti komin yfir 4.000 tonn
Fréttir 20. maí 2016

Framleiðsla á nautgripakjöti komin yfir 4.000 tonn

Höfundur: Vilmundur Hansen

Samkvæmt yfirliti frá Búnaðarmálaskrifstofu MAST var framleiðsla á nautgripakjöti rétt rúmlega 4.000 tonn síðast liðna tólf mánuði, maí 2015 til apríl 2016, sem er 16,8% aukning frá árinu á undan.

Á heimasíðu Landsambands kúabænda segir að salan á sama tímabili hafi verið  3.970 tonn, sem er aukning um 15,1% frá fyrra ári.

Framleiðslan afurða skiptist þannig að ungnautakjöt var 2.336 tonn, sem er aukning um 14,3%, kýrkjöt var 1.606 tonn, sem er aukning um 19% frá fyrra ári, ungkálfar voru 47 tonn, sem er aukning um 57% frá árinu áður og alikálfar voru 17 tonn, sem er rúmlega tvöföldun frá síðasta ári.

Fyrstu þrjá mánuði ársins 2016 var innflutningur nautgripakjöts rúmlega 68 tonn, sem er 38% samdráttur frá síðasta ári, þegar innflutningurinn var rúm 111 tonn á fyrsta ársfjórðungi.

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar
Fréttir 29. október 2024

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar

Slow Food Reykjavík hélt hátíð í garðskála Grasagarðs Reykjavíkur dagana 18. og ...

Dagur sauðkindarinnar
Fréttir 29. október 2024

Dagur sauðkindarinnar

Þann 12. október síðastliðinn var dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu haldi...

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins
Fréttir 29. október 2024

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins

Vala Valtýsdóttir er nýr formaður stjórnar Lífeyrissjóðs bænda. Aukaaðalfundur s...

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar
Fréttir 28. október 2024

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun birti þann 18. október til umsagnar matsáætlun fyrir mat á umhv...

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu
Fréttir 28. október 2024

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu

Auka þarf innlenda matvælaframleiðslu um 45–55 prósent næstu þrjátíu árin til að...

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé
Fréttir 28. október 2024

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé

Innleiðing á verndandi og mögulega verndandi arfgerðum gegn riðu í sauðfé gengur...

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju
Fréttir 25. október 2024

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju

Umsóknum um styrki vegna útiræktunar grænmetis fækkaði um fimm frá fyrra ári.

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast
Fréttir 25. október 2024

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast

Kennitala Sláturhússins á Hellu hefur verið afskráð og verður reksturinn færður ...