Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Grænkál skorið upp. Samkvæmt yfirliti Hagstofu Íslands er virði afurða nytjaplantna svipað á milli áranna 2016 og 2017, en lækkaði lítillega frá 2015.
Grænkál skorið upp. Samkvæmt yfirliti Hagstofu Íslands er virði afurða nytjaplantna svipað á milli áranna 2016 og 2017, en lækkaði lítillega frá 2015.
Mynd / smh
Fréttir 18. desember 2018

Framleiðsluvirði landbúnaðarins fyrir síðasta ár tæpir 63 milljarðar

Höfundur: smh

Hagstofa Íslands hefur birt yfirlit um heildarframleiðsluvirði landbúnaðarins fyrir síðasta ár og gerir samanburð á framleiðsluvirðinu þrjú ár aftur í tímann. Þar kemur fram að framleiðsluvirðið var 62,8 milljarðar á grunnverði á síðasta ári og lækkar um 0,5 prósent frá fyrra ári.

Framleiðsluvirði afurða búfjárræktar var 42,0 milljarðar króna og þar af vörutengdir styrkir og skattar um 11,6 milljarðar króna. Vörutengdir styrkir eru til dæmis beingreiðslur en vörutengdir skattar eru til dæmis búnaðargjald og verðmiðlunargjöld.

Virði afurða nytjaplönturæktar eru tæpir 16,7 milljarðar og þar af vörutengdir styrkir og skattar 604 milljónir króna, en var rúmir 16,1 milljarður árið á undan. Aðfanganotkun landbúnaðarins í heild er 40,3 milljarðar árið 2017 og lækkaði um 0,8% frá fyrra ári.

Í yfirliti Hagstofu Íslands segir að lækkun á framleiðsluvirði árið 2017 megi rekja til 5,1 prósenta lækkunar á verði, en á móti kemur 4,9 prósenta magnaukning. Notkun aðfanga eykst um 1,9 prósent að magni, en verð aðfanga lækkaði um 2,7 prósent.

Yfirlit Hagstofu Íslands um framleiðsluvirði greina landbúnaðarins árin 2015-2017:
 

Afkoma landbúnaðarins 2015-2017

       

Á verðlagi hvers árs, millj.kr.

2015

2016

2017

Breyting milli 2016/2017, %

Virði afurða nytjaplönturæktar

17.023

16.121

16.691

3,5

Þ.a. vörutengdir styrkir og skattar af nytjaplönturækt

295

118

604

411,9

Virði afurða búfjárræktar

43.807

42.538

42.039

-1,2

Þ.a. vörutengdir styrkir og skattar af búfjárrækt

10.336

10.574

11.598

9,7

Tekjur af landbúnaðarþjónustu

316

334

293

-12,3

Tekjur af óaðskiljanlegri aukastarfsemi

3.425

4.084

3.749

-8,2

Heildarframleiðsluvirði

64.571

63.077

62.772

-0,5

Kostnaður við aðfanganotkun

41.425

40.674

40.342

-0,8

Vergt vinnsluvirði

23.146

22.403

22.430

0,1

Afskriftir fastafjármuna

5.468

5.554

6.275

13,0

Hreint vinnsluvirði

17.678

16.849

16.154

-4,1

Aðrir framleiðslustyrkir

195

186

205

10,2

Aðrir framleiðsluskattar

0

0

0

..

Þáttatekjur

17.873

17.035

16.359

-4,0

Launakostnaður

4.855

6.186

6.511

5,3

Rekstrarhagnaður/einyrkjatekjur

13.018

10.849

9.848

-9,2

Leiga og önnur leigugjöld af fasteignum sem ber að greiða (jarðaleiga)

154

235

169

-28,1

Fjármagnsgjöld

3.652

4.469

4.303

-3,7

Fjáreignatekjur

76

184

198

7,6

Tekjur af atvinnurekstri

9.287

6.329

5.574

-11,9

Í skýringum Hagstofu Íslands við töfluna kemur fram að hækkunin í vörutengdum styrkjum og sköttum af nytjaplönturækt og afurðum búfjárræktar skýrist vegna þess að búnaðargjald er ekki lagt á frá og með tekjuári 2017.

Ýtarlegra talnaefni má finna á vef Hagstofu Íslands:

Talnaefni

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...