Framleiðsluvirði landbúnaðarins fyrir síðasta ár tæpir 63 milljarðar
Hagstofa Íslands hefur birt yfirlit um heildarframleiðsluvirði landbúnaðarins fyrir síðasta ár og gerir samanburð á framleiðsluvirðinu þrjú ár aftur í tímann. Þar kemur fram að framleiðsluvirðið var 62,8 milljarðar á grunnverði á síðasta ári og lækkar um 0,5 prósent frá fyrra ári.
Framleiðsluvirði afurða búfjárræktar var 42,0 milljarðar króna og þar af vörutengdir styrkir og skattar um 11,6 milljarðar króna. Vörutengdir styrkir eru til dæmis beingreiðslur en vörutengdir skattar eru til dæmis búnaðargjald og verðmiðlunargjöld.
Virði afurða nytjaplönturæktar eru tæpir 16,7 milljarðar og þar af vörutengdir styrkir og skattar 604 milljónir króna, en var rúmir 16,1 milljarður árið á undan. Aðfanganotkun landbúnaðarins í heild er 40,3 milljarðar árið 2017 og lækkaði um 0,8% frá fyrra ári.
Í yfirliti Hagstofu Íslands segir að lækkun á framleiðsluvirði árið 2017 megi rekja til 5,1 prósenta lækkunar á verði, en á móti kemur 4,9 prósenta magnaukning. Notkun aðfanga eykst um 1,9 prósent að magni, en verð aðfanga lækkaði um 2,7 prósent.
Yfirlit Hagstofu Íslands um framleiðsluvirði greina landbúnaðarins árin 2015-2017:
Afkoma landbúnaðarins 2015-2017 |
||||
Á verðlagi hvers árs, millj.kr. |
2015 |
2016 |
2017 |
Breyting milli 2016/2017, % |
Virði afurða nytjaplönturæktar |
17.023 |
16.121 |
16.691 |
3,5 |
Þ.a. vörutengdir styrkir og skattar af nytjaplönturækt |
295 |
118 |
604 |
411,9 |
Virði afurða búfjárræktar |
43.807 |
42.538 |
42.039 |
-1,2 |
Þ.a. vörutengdir styrkir og skattar af búfjárrækt |
10.336 |
10.574 |
11.598 |
9,7 |
Tekjur af landbúnaðarþjónustu |
316 |
334 |
293 |
-12,3 |
Tekjur af óaðskiljanlegri aukastarfsemi |
3.425 |
4.084 |
3.749 |
-8,2 |
Heildarframleiðsluvirði |
64.571 |
63.077 |
62.772 |
-0,5 |
Kostnaður við aðfanganotkun |
41.425 |
40.674 |
40.342 |
-0,8 |
Vergt vinnsluvirði |
23.146 |
22.403 |
22.430 |
0,1 |
Afskriftir fastafjármuna |
5.468 |
5.554 |
6.275 |
13,0 |
Hreint vinnsluvirði |
17.678 |
16.849 |
16.154 |
-4,1 |
Aðrir framleiðslustyrkir |
195 |
186 |
205 |
10,2 |
Aðrir framleiðsluskattar |
0 |
0 |
0 |
.. |
Þáttatekjur |
17.873 |
17.035 |
16.359 |
-4,0 |
Launakostnaður |
4.855 |
6.186 |
6.511 |
5,3 |
Rekstrarhagnaður/einyrkjatekjur |
13.018 |
10.849 |
9.848 |
-9,2 |
Leiga og önnur leigugjöld af fasteignum sem ber að greiða (jarðaleiga) |
154 |
235 |
169 |
-28,1 |
Fjármagnsgjöld |
3.652 |
4.469 |
4.303 |
-3,7 |
Fjáreignatekjur |
76 |
184 |
198 |
7,6 |
Tekjur af atvinnurekstri |
9.287 |
6.329 |
5.574 |
-11,9 |
Í skýringum Hagstofu Íslands við töfluna kemur fram að hækkunin í vörutengdum styrkjum og sköttum af nytjaplönturækt og afurðum búfjárræktar skýrist vegna þess að búnaðargjald er ekki lagt á frá og með tekjuári 2017.
Ýtarlegra talnaefni má finna á vef Hagstofu Íslands: