Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Verkefnið Glæðum Grímsey mun standa út árið 2022 og þess vænst að það muni styrkja búsetu í eyjunni.
Verkefnið Glæðum Grímsey mun standa út árið 2022 og þess vænst að það muni styrkja búsetu í eyjunni.
Mynd / Kristján Þ Halldórsson af vef Byggðastofnunar
Fréttir 5. ágúst 2021

Framlengja verkefnið Glæðum Grímsey til loka næsta árs

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Ákveðið hefur verið að halda verk­efninu Glæðum Grímsey áfram út næsta ár. Byggðastofnun leggur verkefninu til fjármuni úr Brothættum byggðum líkt og verið hefur undanfarin ár og eru þau nýtt til verkefnastjórnunar og til að styrkja framfaraverkefni.

Akureyrarbær og Samtök sveitarfélaga leggja verkefninu einnig lið og annast umsýslu þess með Byggðastofnun.

Þáttur íbúa í Grímsey snýst um að styrkja samfélagið með ýmsum framfaraverkefnum en þyngst vegur þó dugnaður þeirra sjálfra í verkefninu. Íbúar komu saman á dögunum til fundar sem loks var hægt að boða eftir að kórónuveirufaraldur er í rénun, en farið var yfir stöðuna og framhaldið rætt. Mæting á fundinn var mjög góð.

Halla Björk Reynisdóttir, formaður verkefnisstjórnar og forseti bæjarstjórnar Akureyrarbæjar, setti fundinn og gerði grein fyrir ákvörðun um framlengingu verkefnisins til loka árs 2022, í kjölfar samtals fulltrúa Akureyrarbæjar við stjórnvöld og samþykktar ríkisstjórnar þar að lútandi.

Nánar var farið yfir helsta árangur verkefnisins til þessa og áherslur næstu mánaða. Í framhaldi af því var gerð grein fyrir stöðu markmiða í verkefnisáætlun og að því loknu skiptu íbúar sér í hópa til að ræða áherslur í vinnu næstu missera í framlengdu verkefni.

Á bryggjunni í Grímsey.

Góð mæting var á íbúafund sem haldinn var um verkefnið nýverið.

Skylt efni: Grímsey | Glæðum Grímsey

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...