Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Framlögum til nýliðunar í landbúnaði var úthlutað í fyrsta sinn í fyrra
Mynd / smh
Fréttir 2. október 2018

Framlögum til nýliðunar í landbúnaði var úthlutað í fyrsta sinn í fyrra

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Nýliðunarstuðningur var veittur í fyrsta skipti á árinu 2017, sbr. IV. kafla reglugerðar nr. 1240/2016 um almennan stuðning við landbúnað. Nýliðunarstuðningur er veittur til fjárfestinga í búrekstri. 
 
Framlögum til frumbýlinga var úthlutað á árinu 2017 í samræmi við bráðabirgðaákvæði í reglugerð nr. 1151/2016 um stuðning við sauðfjárrækt. Samþykktar umsóknir voru 47 talsins alls að upphæð 22.199.922 kr. og var þetta í síðasta skipti sem framlaginu var úthlutað þar sem ákvæðið er fallið úr gildi. 
 
Í nýjum búvörusamningum taka við framlög til nýliðunar í landbúnaði óháð búgrein. Markmið stuðningsins er að aðstoða nýliða við að hefja búskap og auðvelda ættliðaskipti í landbúnaði. Heildarfjárhæð nýliðunar­stuðnings skv. fjárlögum 2017 var 129.731.765. 40 umsóknir bárust og fengu 24 aðilar úthlutun skv. vinnureglum sem Matvælastofnun setti sér um forgangsröðun í samræmi við ákvæði reglugerðar. Fjórum umsóknum var hafnað.
 
Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...